fbpx

VOLUSPA KERTI Á BETRA VERÐI

PersónulegtUppáhalds

Ég var búin að lofa að birta myndir af USA kaupunum í kvöld, en birtan er ekki alveg að vinna með mér í kvöld svo myndirnar verða bara tvær í þetta skiptið:) Þó ætla ég að mynda allt heimilið á morgun þar sem að það fer að verða síðasti séns fyrir flutninga!

Það sem var m.a. að finna á óskalistanum sem ég sendi systir mína með út var bókin Remodelista, ég hef fylgst lengi með vefsíðunni þeirra og um leið og bókin kom út hefur mig langað til að komast yfir eitt eintak. Frábær innblástur fyrir heimilið og falleg á stofuborðið:)
Screen Shot 2014-05-14 at 10.02.49 PM Screen Shot 2014-05-14 at 10.03.06 PM

Og svo er það Voluspa kerti sem að ég get ekki sleppt að kaupa mér ef ég fer til USA. Ég hef keypt þau í Anthropology versluninni og sendi systir mína því þangað til að kippa einu fallegu með handa mér. Þetta stóra kerti kostaði ekki nema 18 dollara sem gerir um 2 þúsund krónur, ég tek þó fram að það er takmarkað úrval af Voluspa kertum í búðinni, oft bara nokkur vel valin. Ég er þó ekkert að reyna að vera með leiðindi með því að að benda á verðmuninn hér heima og úti sem er frekar mikill, en ég persónulega elska þessi kerti og finnst lyktin alveg frábær og væri til í að hafa kveikt á einu slíku öll kvöld…en Ameríkuferðirnar þurfa þá að vera fleiri:) Fyrir áhugasama um Voluspa kertin þá er líka hægt að panta allar vörurnar þeirra á t.d. þessari heimasíðu hér, og láta senda á hótelið sitt ef þið eigið leið erlendis, -svona til að sleppa við toll.

Á morgun… fleiri og betri myndir!

:)

ÓSKALISTINN ÞESSA STUNDINA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    15. May 2014

    Verður að taka myndir í kvöld.. Þá er engin birta að trufla þig :)

  2. Karen

    15. May 2014

    Hvar fást þau á Íslandi :) ?