VINNINGSHAFI Í PRETTYPEGS LEIKNUM

IkeaUmfjöllun

Takk fyrir frábæra þáttöku í Prettypegs gjafaleiknum! Það eru augljóslega margir sem eru til í að hressa húsgögnin sín við með þessari frábæru hönnun og það kom mér líka skemmtilega á óvart hversu margir báðu um þessar óhefðbundnu eins og gulu eða bleiku fæturnar:)

Sú sem datt í lukkupottinn í þetta skiptið var sú sem átti komment númer 49 í röðinni en ég fann vinningshafann með aðstoð random.org. 

Það er hún Selma Ríkey sem vann sér inn bleikar Siri fætur sem hún segist ætla að skella undir gráa Ikea sófann sinn!

siripink.jpg

a57ca71cf88109efa4ae187d4b691bf3-620x435

Screen Shot 2014-05-22 at 3.51.35 PM

Kæra Selma, til lukku með vinninginn! Sendu mér endilega póst á svartahvitu (hjá) trendnet.is til að vitja vinningsins:)

Einnig vil ég benda ykkur á opið hús hjá Snúrunni.is sem hefst á eftir kl.17-20, en þar fást einmitt Prettypegs fæturnir ásamt ýmsu öðru fallegu. Nola.is og Kristbjörg María iðnhönnuður standa einnig að þessu opna húsi svo það verður nóg í boði ásamt léttum veitingum. Þær eru staðsettar á Hafnarstræti 20 -4.hæð. /Gengið er inn Lækjatorgsmegin við hliðina á Te og kaffi. Frekari upplýsingar -hér.

Ég mæli með að líta við þangað ásamt svo mörgum öðrum skemmtilegum viðburðum í miðbæ Reykjavíkur í kvöld, en flestar verslanir eru opnar til kl.22:00. Ég ætla allavega að kíkja í smá bæjarleiðangur:)

Eigið góðan dag!

LITRÍK HEIMILI ♡

Skrifa Innlegg