fbpx

LITRÍK HEIMILI ♡

HeimiliHugmyndirRáð fyrir heimilið

Í tilefni af þessu sólarveðri sem við höfum fengið síðustu daga tók ég saman nokkur heimili sem eiga það sameiginlegt að vera nokkuð litrík:) Ég veit ekki með ykkur en ég fer í örlítið litríkara skap í svona veðri, það mætti halda að það létti af manni nokkrum kílóum bara með því að fá nokkra sólargeisla á andlitið.

Núna er algjörlega tíminn til að draga fram nokkra litríka hluti, það léttir nefnilega heilmikið líka á heimilinu á fá smá litagleði. Einn og einn hlutur í lit, teppi, blómavasi, kerti eða púði. Það þarf í rauninni ekkert mikið meira en það, sumir ganga þó enn lengra og lakka gólfið í lit eða mála veggi, það gengur líka upp. Ég er þó alltaf hrifnust af því að halda grunninum hlutlausum og þá er hægt að leika sér að vild með húsgögn og hluti án þess að það verði yfirþyrmandi.

6957d9b84792bfe172f13708405a16611b16514238a058caf5ab1b582fea9df6 b75b36d7c10f8f3c62b267e1a1e0d2e7-1 fd220404c1f5bc22131e33a0295872c5c73d4c18872413cc5d726165aa04a11fScreen Shot 2014-05-21 at 10.47.45 PM Screen Shot 2014-05-21 at 10.48.27 PM Screen Shot 2014-05-21 at 10.50.44 PMcf2e9ae0600993e6bb41d56823b79d70 7fee5cc40adf55a1f0d5ae23ffbb97faccd74dfcf64ff549f634e6558492165a f8c8e53405d5daaa8e295e05cb50c648628b1bd0c93913fbdd12bf75b49cfe71 879a2b49398691558f1643a6f8cf03d1633e08a86395c62fb8fbeda392667c28

11b5f8a7ac917b038271fdfd6332e009

Eins og þið sjáið þá ætti ekki að vera of mikið mál að gleðja heimilið sitt og sig í leiðinni! Þetta er bara allt spurning um hugmyndaflugið!

Ég veit annars ekki hvað ég get sagt varðandi þennan bleika lit sem ég er endalaust að troða upp á ykkur, en miðað við þessi heimili þá er ég allavega ekki ein;)

ILLGRESI Í VASA

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Ellen Björg

    22. May 2014

    Gaman að fá að sjá litrík heimili :)

  2. Guðrún Vald.

    22. May 2014

    Vá hvað ég er að fíla Tom Dixon ljósin með bleikum rafmagnssnúrum!

  3. Eva Ýr

    22. May 2014

    Er ekki 10 myndin heimilið þitt, þykist þekkja kertasjakana í glugganum sem þú bloggaðir einu sinni um :)
    ótrúlega fallegt!

    • Svart á Hvítu

      22. May 2014

      Hahaha jú:) Gömul mynd sem ég fann á Pinterestinu mínu:) Bý samt ekki ennþá þarna… var alltaf dálítið hrifin af þessari “borðstofu” hjá mér:)
      -Svana

  4. Halldóra

    22. May 2014

    Æðislegt!!
    Hvar var það aftur hér á Ísl sem svona ljósasería fæst, eins og er á fyrstu myndinni?

  5. Berglind

    22. May 2014

    Vá hvað þessi heimili eru falleg..þarf eitthvað að taka mig á!

  6. Anna

    23. May 2014

    Hvar fær maður svona perustæði eins og er á mynd 5?

    • Svart á Hvítu

      23. May 2014

      Þetta perustæði virðist vera frekar hefðbundið og fæst t.d. bara í Byko, svona litaða snúru er svo hægt líka að fá í flestum ljósabúðum, líka Byko/Húsasmiðjunni, eða frá NUD merkinu sem fæst t.d. í Dúka:)
      -Svana

  7. Edda

    26. May 2014

    Mikið er ég glöð að sjá liti koma sterka inn – ég er alltaf umvafin litum og líður hálf kjánalega ef það ægir ekki saman pallettunni á heimilinu þannig að þessi póstur gladdi mig mikið :)

  8. Guðrún

    27. May 2014

    Elska svona bekki undir glugga eins og á 1. Myndinni