Leimu borðlampinn frá iittala hefur vakið mikla athygli frá því hann var fyrst kynntur og þykir á meðal glæsilegustu borðlampa sem til eru. Hannaður af Magnus Pettersen árið 2013 sem sótti innblástur sinn í nútímaarkitektúr þar sem gler og steypa blandast saman í fallega heild. Leimu lampinn vann jafnframt iF Gold design verðlaunin árið 2014 fyrir bestu hönnunina.
Munnblásið glerið gerir Leimu lampann einstakann og steypan gefur honum á sama tíma töff yfirbragð. Leimu lampinn er að mínu mati hinn fullkomni skrautmunur fyrir heimililið ásamt því að hann gefur frá sér fallega birtu og nýtist því ekki aðeins sem stofupunt heldur einnig sem vinnu eða náttljós.
// Í samstarfi við iittala á Íslandi ætlum við að efna til ótrúlega veglegs Instagram leiks þar sem einn heppinn vinnur Leimu lampa í vinning. #iittalaisland
TIL AÐ TAKA ÞÁTT:
- Taktu mynd af uppáhalds iittala vörunni þinni – heima hjá þér, eða jafnvel í næstu verslun. – Þú ræður!
- Birtu myndina á Instagram merkta #iittalaisland
- Passaðu vel að aðgangurinn þinn sé opinn á meðan að leiknum stendur til að við sjáum örugglega myndina þína.
- Krossaðu fingur og tær og Leimu draumalampinn gæti orðið þinn.
Vinningshafi verður tilkynntur föstudaginn 10. nóvember!
#iittalaisland
Ég er orðin spennt fyrir ykkar hönd – er það ekki alveg eðlilegt ♡
Skrifa Innlegg