fbpx

VERSLAÐ ERLENDIS: LAGERHAUS

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Ég var í heimsókn hjá Linneu í Petit þegar ég sá fína dagatalið sem hangir uppi í æðislegu versluninni hennar. Það er reyndar ekki til sölu hjá henni og fjölmargir sem spurja reglulega út í það, en hún sagði mér að það fengist í sænsku versluninni Lagerhaus. Þá mundi ég að þangað hef ég svo sannarlega komið og vá hvað þetta er æðisleg verslun og ódýr í þokkabót. Ég tók saman nokkrar flottar vörur frá Lagerhaus ef þið eigið leið til Svíþjóðar eða Noregs í sumar þá mæli ég með ferð í þessa verslun. Þarna er hægt að finna allskyns skrautmuni fyrir heimilið á oft alveg fáránlega góðu verði. Svo senda þeir til Danmörku fyrir áhugasama, en því miður ekki hingað heim.

 

Ekki slæmt úrval þarna, ég væri alveg til í að skella mér í helgarferð til Stokkhólms og fylla ferðatöskuna af fíneríi þaðan. Hver er til?:)

Hér má sjá staðsetningu Lagerhaus í Svíþjóð og Noregi.

-Svana

SVALAHUGLEIÐINGAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Sigrún Víkings

    27. May 2015

    Þessi verslun er algert uppáhald! Ekki gleyma að það er líka stutt yfir til Malmö frá Köben ;)

  2. Halldóra Andrésdóttir

    27. May 2015

    uppáhalds búðin mín í Malmö

  3. Linnea

    27. May 2015

    The best store !!

  4. Guðrún Vald.

    28. May 2015

    Ég keypti einmitt fullt af stöffi frá Lagerhaus í febrúar, en ég mæli líka með Granit. :)

  5. Elísabet Gunnars

    28. May 2015

    Lagerhaus stóð alltaf fyrir sínu þegar ég bjó í sænska landinu :)