VELÚR & GYLLT SMÁATRIÐI

Heimili

Þetta heimili er eitthvað allt annað en við erum vön að sjá og er alveg guðdómlega fallegt. Lúxusinn og elegansinn nær nýjum hæðum með þessum fallegu og gólfsíðu gardínum, gull og kopar smáatriðum, fiskibeinamynstruðu parketinu, velúr sófa og vönduðum húsgögnum. Ég held reyndar að það hefðu allir gott af því að bæta smá velúr við heimilið sitt það er nefnilega fátt sem segir meiri “lúxus” en það og tala nú ekki um hvað það er notalegt að koma við slíka hluti ahhh.

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-05

Þessi sófi er frekar sexý…

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-01curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-03 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-04 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-06 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-07 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-08 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-09

Innan um allan þennan lúxus er hressandi að rekast síðan á gamla rauðvínsflösku nýtta sem kertastjaka. Það þarf a.m.k. eitthvað smá að geta komið á óvart!

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-10 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-02curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-11 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-12 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-13 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-14

Myndir Studio Oink via Nordic Design

Þessi spegill frá Normann Copenhagen á síðustu myndinni er hægt og rólega alltaf að minna mig á sig, ég verð komin með hann á heilann innan skamms enda alveg frábær hönnun! En tölum aðeins um þessa gordjöss íbúð – litapallettan svo yfirveguð og falleg. Íbúðin er þó dálítið eins og hótelherbergi eiga helst að vera, en sófinn mætti alveg koma inn á mitt heimili, mikið sem ég held að það sé gott að kúra í honum.

svartahvitu-snapp2-1

HEIMILI SEM GAMAN ER AÐ GRAMSA Á

Skrifa Innlegg