fbpx

VÆNTANLEGT : VORLEGIR MÚMÍNBOLLAR

Fyrir heimilið

Ég get varla beðið eftir að bæta þessum fallegu Múmínbollum í safnið – þessi lillafjólublái með Snorkstelpunni er sá fallegasti sem ég hef lengi séð. Ég safna í dag ekki öllum bollunum heldur vel úr þá sem heilla mig sérstaklega mikið en finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá bollasöfn hjá nokkrum eldheitum aðdáendum sem sumir hverjir eiga fleiri tugi Múmínbolla.

Litríkir og dásamlegir, sjáið þessi krútt! Bollarnir eru væntanlegir þann 10. mars!

Ég segi ykkur betur frá sögunni á bakvið þessa bolla þegar nær dregur. Það er alltaf gaman að skoða spennandi nýjungar fyrir heimilið. Eitthvað segir mér að þessir bollar muni rjúka út í mars. Safnar þú þessum krúttum?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

TOM DIXON LAGERSALA Í LUMEX!

Skrifa Innlegg