Á netvafri mínu í kvöld rakst ég á “sneak peek” myndir af væntanlegri Ikea PS 2014 línunni. Þeir segja að þetta sé djarfasta línan þeirra til þessa. Línan er hönnuð með það í huga að vera margnota og höfðu hönnuðirnir í huga að æ fleiri búa þröngt og hafa minni pening á milli handanna til að eyða. -En vilja þrátt fyrir það eiga smart heimili.
Ég valdi úr nokkra hluti sem ég er hrifnust af:
Ég er einstaklega hrifin af því að Ikea hafi notað svokallaðar GIF myndir, -sýnir vel notkunarmöguleika á hlutnum .. og svo bara mikið skemmtilegra:)
Þessi skápur er mjög flottur, ég myndi kjósa hann án skrautsins þó, -fallega minimalískur og töff.
Ferskjubleikur hornskápur, -hver þarf ekki einn slíkann!
Hrífulaga hilla!
Borð með grænni skúffu.
Og stækkanlegt ljós.
Mjög skemmtileg og flott lína finnst mér, en samkvæmt upplýsingum sem ég fann á netinu er línan þó ekki fáanleg fyrr en um miðjan apríl. Þá skulum við bara krossa fingur að við á litla Fróni þurfum ekki að bíða lengur en aðrir í Skandinavíu:)
Hvernig finnst ykkur þessi lína?
Skrifa Innlegg