New In: IKEA PS lamp

InteriorShopping

Fell in love with this lamp when it first came out but then we where just about to move so I wanted to wait and see if it would fit in our new home. Then when I visited IKEA last week this beauty was on sale, I needed to get it before they where completely out of IKEAs product line. 

TVENNT TRYLLT FRÁ IKEA PS 2017

Fyrir heimiliðIkea

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er Ikea í miklu uppáhaldi, ekki bara það að ég hafi efni á nánast öllu þar inni (það er alltaf plús) þá elska ég að vafra um “bloggið” þeirra Livet hemma þar sem fallega stíliseraðar myndir fá að njóta sín. Nýjustu myndirnar eru algjör draumur í dós og fá mig til að setja tvær vörur á listann minn langa sem ég hafði ekki mikið spáð í áður en Ikea PS línan kom í verslanir fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan og eru þessar vörur úr þeirri línu.

ikea-ps-2017

En ræðum núna þennan dásamlega galvaníseraða stálskáp sem ég get þó ekki ímyndað mér hvað ég ætli að gera við haha en hrikalega er hann töff!

ikea-ps-2017

Og þessi dökkblái og bjútífúl gólflampi!

ikea-ps-2017-lampe

Ég er reyndar líka mjög skotin í hægindarstólnum (þessi sem er til bæði grár og svo bleikur) og síðan er sjálfvökvandi blómapottur eitthvað sem ég þarf að kynna mér nánar enda algjörlega óhæf að vökva blómin mín rétt.

Elsku Ikea… hvernig ferðu að þessu ♡

svartahvitu-snapp2-1

IKEA PS VINNUR RED DOTS VERÐLAUN

HönnunIkea

Red dots hönnunarverðlaunin voru veitt fyrir tveimur dögum eða þann 29.júní en Red Dot er ein virtasta hönnunarkeppnin í heiminum og hefur verið haldin síðustu 60 ár. IKEA PS 2014 loftljósið hlaut Red Dot verðlaunin fyrir hönnun, ljósið fékk viðurkenningu fyrir vel framkvæmda hönnun og vel úthugsaða virkni. 38 manna dómnefnd mat ljósið ásamt 4.928 öðrum hönnunarvörum frá 56 löndum. Ekki slæmt að vinna slíka keppni!

Mér finnst þetta vera stórskemmtileg hönnun á ljósi en hefur það verið í sölu síðan í apríl á þessu ári í appelsínugulri og túrkís útgáfu, en það eru að koma nýjar útgáfur í ágúst sem ég er mjög spennt að sjá, en það eru silfur og kopar.

IKEAPSloftljos

“Innblásturinn fyrir IKEA PS 2014 loftljósið kemur úr vísindaskáldskap og frá tölvuleikjum. Einfaldur búnaður breytir útlínum ljóssins. Með því að toga í spotta breytist lögun skermsins og styrkur ljóssins breytist. Þegar skermurinn er lokaður kemst aðeins lítil ljósglæta út, en þegar hann er opinn skín bjart ljós sem varpar skemmtilegum skuggum á veggina.”

ikealjos
Screen Shot 2015-07-01 at 18.28.56

Það sem er auðvitað jákvæðast við þetta er að það er falleg hönnunarljós eru oft rándýr og ekki á allra færi, en verðmiðinn á þessum er bara nokkuð góður myndi ég segja, eða 7.690 og 13.950 kr (kopar og silfur verður dýrara). Ég er að fíla lúxusútgáfuna dálítið vel! Hvernig finnst ykkur þessi ljós vera?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VÆNTANLEGT : IKEA PS 2014

Fyrir heimiliðIkea

Á netvafri mínu í kvöld rakst ég á “sneak peek” myndir af væntanlegri Ikea PS 2014 línunni. Þeir segja að þetta sé djarfasta línan þeirra til þessa. Línan er hönnuð með það í huga að vera margnota og höfðu hönnuðirnir í huga að æ fleiri búa þröngt og hafa minni pening á milli handanna til að eyða. -En vilja þrátt fyrir það eiga smart heimili.

Ég valdi úr nokkra hluti sem ég er hrifnust af: 
PE407754

PE408237

Ég er einstaklega hrifin af því að Ikea hafi notað svokallaðar GIF myndir, -sýnir vel notkunarmöguleika á hlutnum .. og svo bara mikið skemmtilegra:)

NEW_WARDROBE

Þessi skápur er mjög flottur, ég myndi kjósa hann án skrautsins þó, -fallega minimalískur og töff.

NEW_CABINET

Ferskjubleikur hornskápur, -hver þarf ekki einn slíkann!

NEW_WALL_SHELF

Hrífulaga hilla!

NEW_TABLE

Borð með grænni skúffu.

NEW_CEILING_LAMP

Og stækkanlegt ljós.

Mjög skemmtileg og flott lína finnst mér, en samkvæmt upplýsingum sem ég fann á netinu er línan þó ekki fáanleg fyrr en um miðjan apríl. Þá skulum við bara krossa fingur að við á litla Fróni þurfum ekki að bíða lengur en aðrir í Skandinavíu:)

Hvernig finnst ykkur þessi lína?