fbpx

IKEA PS VINNUR RED DOTS VERÐLAUN

HönnunIkea

Red dots hönnunarverðlaunin voru veitt fyrir tveimur dögum eða þann 29.júní en Red Dot er ein virtasta hönnunarkeppnin í heiminum og hefur verið haldin síðustu 60 ár. IKEA PS 2014 loftljósið hlaut Red Dot verðlaunin fyrir hönnun, ljósið fékk viðurkenningu fyrir vel framkvæmda hönnun og vel úthugsaða virkni. 38 manna dómnefnd mat ljósið ásamt 4.928 öðrum hönnunarvörum frá 56 löndum. Ekki slæmt að vinna slíka keppni!

Mér finnst þetta vera stórskemmtileg hönnun á ljósi en hefur það verið í sölu síðan í apríl á þessu ári í appelsínugulri og túrkís útgáfu, en það eru að koma nýjar útgáfur í ágúst sem ég er mjög spennt að sjá, en það eru silfur og kopar.

IKEAPSloftljos

“Innblásturinn fyrir IKEA PS 2014 loftljósið kemur úr vísindaskáldskap og frá tölvuleikjum. Einfaldur búnaður breytir útlínum ljóssins. Með því að toga í spotta breytist lögun skermsins og styrkur ljóssins breytist. Þegar skermurinn er lokaður kemst aðeins lítil ljósglæta út, en þegar hann er opinn skín bjart ljós sem varpar skemmtilegum skuggum á veggina.”

ikealjos
Screen Shot 2015-07-01 at 18.28.56

Það sem er auðvitað jákvæðast við þetta er að það er falleg hönnunarljós eru oft rándýr og ekki á allra færi, en verðmiðinn á þessum er bara nokkuð góður myndi ég segja, eða 7.690 og 13.950 kr (kopar og silfur verður dýrara). Ég er að fíla lúxusútgáfuna dálítið vel! Hvernig finnst ykkur þessi ljós vera?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

MÖMMULÍFIÐ VOL.1

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svanhildur

    2. July 2015

    Mér finnst þau ótrúlega flott og hugsa að ég kaupi koparútgáfuna þó ég eigi íbúð undir að í augnablikinu (um að nýta millibilsástandið í að safna að sér fallegum hlutum).

  2. Anna

    2. July 2015

    Mér finnst þetta ljós frekar töff, væri mjög til í að sjá það “live” inni á heimili einhver

  3. Guðrún Vald.

    2. July 2015

    Ég sé þetta ljós alveg fyrir mér heima hjá einhverjum Star Wars aðdáanda. ;)