fbpx

MÖMMULÍFIÐ VOL.1

Persónulegt

Ég vildi bara henda inn nokkrum línum svona rétt fyrir svefninn. Eftir að Bjartur fór á fullt skrið þá hefur það orðið erfiðara með hverjum deginum að sinna blogginu í fæðingar”orlofinu”, ég veit svosem ekki hvaða vitleysingur ákvað að kalla þetta orlof en þetta er svo sannarlega ekkert orlof eftir að barnið fer að hreyfa sig. Ég hef reyndar líka verið í vinnu frá fyrsta degi og núna er eini sénsinn að vinna til miðnættis eftir að allir eru farnir að sofa til að koma einhverju í verk. Eitt sem mér datt þó í hug til að auðvelda mér lífið var að birta hreinlega fleiri myndir héðan heima, I know… hversu oft hef ég skrifað þetta, en það gæti sparað mér tíma í netvafri í leit af efni. Eini mínusinn er að þá þarf ég að taka oftar til;)

Núna eru komnir 9 mánuðir með stuðboltanum mínum, og það er svo oft sem mig langar til að skrifa eitthvað hingað inn um mömmulífið en oftar en ekki strokað færslurnar út og hætt við. Finnst ég ekki hafa nógu gott efni til að skrifa um, ekki misskilja -mér finnst Bjartur það besta sem ég á, en ég er nefnilega ekki týpan sem er með allt mitt á hreinu og get því í rauninni ekki gefið mörg ráð hvernig eigi að gera hlutina. Ég hélt einhvernvegin að þessir eiginleikar kæmu bara með barninu, að loksins yrði ég með mitt á hreinu en ónei það fer frekar í hina áttina. Það gerast nefnilega ótrúlegustu hlutir fyrir heilann þegar maður fær ekki óslitinn nætursvefn í 9 mánuði.

Suma daga væri ég alveg til í að lesa reynslusögur frá mömmum sem eru ekki með allt sitt á hreinu… þeim sem stofnuðu ekki fyrirtæki í orlofinu sínu, þeim sem misstu helminginn af hárinu sínu og þeim sem þyngdust með brjóstagjöfinni, æj þið fattið;) Mér leiðist nefnilega oft að lesa sykurhúðaðar sögur af mömmum sem fljúga á bleiku skýi í orlofinu sínu og meðgöngu og þar sem allt er svo dásamlegt. Ég mun að minnsta kosti hætta að lesa fréttamiðla ef ég les enn eina söguna um mömmuna sem stofnaði fyrirtæki í fæðingarorlofinu haha:)

Jæja þetta röfl er komið gott, ég er búin að stroka svo oft út úr textanum og skrifa upp á nýtt. Það er s.s. ekki tímasparnaður fyrir mig að skrifa mjög persónulegt komst ég að. Læt nokkrar myndir fylgja af þessu óstöðvandi hressa barni mínu sem gerir lífið svo skemmtilegt.

Screen Shot 2015-06-29 at 23.14.39

Screen Shot 2015-06-30 at 23.56.59

Screen Shot 2015-06-29 at 23.37.18Screen Shot 2015-07-01 at 01.35.38Screen Shot 2015-07-01 at 01.35.28IMG_20150629_180312

Screen Shot 2015-06-29 at 23.14.19

Eigið góða nótt! Myndir via Instagram @svana_

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NJÓTUM!

Skrifa Innlegg

32 Skilaboð

  1. SigrúnVíkings

    1. July 2015

    Haha efsta myndin er svo mikil snilld! :D Skemmtileg færsla <3

  2. Maria

    1. July 2015

    Dásamleg færsla, sammála öllu! Kv. Mamma í “orlofi”

  3. Hanna Djé

    1. July 2015

    Hann er svo fullkomnlega sætur ! jeminn einasti…krútt krútt krútt.
    Orlof já úff neiiiiiiiiii fer held ég eftir barni en það sést nú vel á þessum myndum að Bjartur er athafnamaður með meiru og duglegur að skoða heiminn.

  4. M

    1. July 2015

    virkilega eðlileg færsla, gaman að lesa :)

    ég er með eina spurningu, ekki veistu hver er með umboðið fyrir Lego geymsluboxin á íslandi og normann copenhagen?

  5. Dögg

    1. July 2015

    Ég held að það væri nú bara ágætt ef fólk birti fleiri reynslusögur um að hafa ekki hlutina á hreinu þar sem það eru líklega ansi margir í sömu sporum eða hafa upplifað slíkt, til að vega aðeins upp á móti “fullkomnu” sögunum ;) Það myndi kannski leiða til aðeins minni pressu sem við setjum gjarnan á okkur um að hafa allt tipp-topp og fullkomið alltaf ;)

  6. Agla

    1. July 2015

    Sjá þetta ofurkrútt! Neðsta myndin verður að fara í ramma :)

    Ég ELSKA að lesa persónulegar færslur sem snúast ekki um að draga upp glansmyndir af lífi sínu. Það er svo gott að vera einlægur og tala um hlutina eins og þeir eru. Skemmtilegt blogg!

    Og takk fyrir mig í gær :* Var að hugsa á leiðinni heim að það er skammarlegt að ég skuli ekki rölta oftar yfir til þín – ég er án djóks svona 3 mínútur að skjótast á milli.

    • Svart á Hvítu

      1. July 2015

      Takk sömuleiðis:) Þurfum að hittast oftar! Ert alltaf velkomin í heimsókn

  7. Sóley

    1. July 2015

    Takk, takk TAKK!!! fyrir þessa færslu! Ég er svo sammála! Hverjum datt í hug að kalla þetta orlof. Er með tvær litlar, og geri ekki annað en að taka til og er ekki með neitt á hreinu – hvað þá hreint! :) Ég er búin opna hug og hjarta fyrir þeirri staðreynd að það er bara allt í lagi að gera mistök, hafa allt í drasli og vera með allt svolítið ófullkomið. Börnin eru bara lítil einu sinni og þegar fram líða stundir á maður eftir að sakna þess að hafa þau ekki tætandi allt – þau eru jú bara að uppgötva heiminn! Power-mömmu-kveðjur

    • Svart á Hvítu

      1. July 2015

      Já sama hér, tók mig smá tíma að fatta að það megi alveg líka ekki vera þessi ofurmamma alltaf vel til höfð með nýbakað og hreint heimili.
      -Svana

  8. Súsanna Gestsdóttir

    1. July 2015

    Heyr heyr, er alveg í sama pakkanum! Er líkamlega og andlega löskuð eftir síðustu 6 mánuði.. púff! Þvílík vinna! NEVER AGAIN (djók). En þetta er jafn yndislegt og þetta er erfitt. P.s. Hárið mitt er allt farið líka, ég er næstum hætt að nenna að hafa mig til, mála mig æ sjaldnar og geng í gallabuxum með kúka- og ælublettum í Kringlunni (óvart)

    • Svart á Hvítu

      1. July 2015

      Við verðum að hittast með þau saman! Mætum í flíspeysum, haha djók;)

  9. Anna Margret

    1. July 2015

    Svo sammála þér með mömmur í fæðingarorlofi sem stofna fyrirtæki. Ég meina, frábært hjá þeim en það lætur okkur sem eiga börn sem sofa bara í 20 mínútna lúrum á daginn og vakna á tveggja tíma fresti alla nóttina líða freka anti-ofur :/
    Mér fannst mjög gaman að lesa bókina Foreldrahandbókin eftir Þóru Sigurðardóttur, alls konar reynslusögur um hvernig fólk upplifir að eignast lítið barn, bæði góðar og slæmar :)

  10. Karen Andrea

    1. July 2015

    Ómæ, tengi ;)

  11. Erla

    1. July 2015

    heyr heyr, frábær færsla! fæðingarorlof er ekkert orlof, það hlýtur að hafa verið karlmaður í gamla sem bjó til þetta orð ;) ég upplifði mitt einmitt svona nema það var aldrei neitt orlof, barnið mitt grét allar nætur þar til það var 4 mánaða en þá hætti það að gráta en vakti mikið á nóttunni og hætti ekki fyrr en 3 ár… :( og bíddu bara ef þú bætir við öðru kríli ;) híhí

  12. Halla

    1. July 2015

    Heyr heyr er einmitt búin að vera að tala um þetta, ÞOLI ekki þessar sögur um ofurmömmurnar.
    Fallegur litli drengurinn þinn, minn er að verða 6 mánaða, þvílíkur orkubolti sem er að flýta sér að verða stór. Það verður eitthvað þegar hann fer af stað ;)

  13. Alda valentina

    1. July 2015

    Bjartur bjútí :D
    Er hjartanlega sammála þér, ekkert mjög mikið orlof að vera í fæðingarorlofi haha :)

  14. Eva

    2. July 2015

    Hann alveg bræðir mann hann Bjartur! Þegar ég kíkti í heimsókn í vinnuna þegar ég var í fæðingarorlofi síðast þá spurði einn kallinn þar mig að því hvernig ég hefði það og hvort mér væri ekki byrjað að leiðast!!! Ég sagði honum sko að vinnan væri bara frí miðað við að vera heima með ungabarn. Enda var það líka raunin þegar ég kom aftur í vinnuna, nóg að gera en alltaf næði til að drekka kaffið meðan það er heitt, borða í friði og sá lúxus að skreppa á klóið í rólegheitum og meira að segja án áhorfenda er verulega vanmetinn!

    • Svart á Hvítu

      2. July 2015

      Hahahah, vá þetta er svo akkúrat svona! Mig vantar einmitt stundum bara 1 klst á dag til að fá að vera bara ein í friði, fá að fara í sturtu í rólegheitum, setja á mig krem og borða matinn heitann. Það skilur þetta enginn nema þær sem eru/hafa verið í fæðingarorlofi:)
      Hlakkar smá til í haust að prófa þetta aftur!

  15. Kristín Alma

    2. July 2015

    Ó guð hvað ég tengi!
    Ég var með ofur rómantíska hugmynd um fæðingarorlofið. Ég sá fyrir mér lítið barn sofandi í vöggu í straujuðum fötum, heimabakað bakkelsi í hrönnum, fallega innpakkaðar jólagjafir (átti í október og hélt ég hefði allan heimsins tíma í jólaundirbúning), hreint heimili og auðvitað ætlaði ég að fara í langa göngutúra með vagninn á hverjum degi og fá mér boost með heimagerðri möndlumjólk.
    Well, þetta var ekki þannig. Maðurinn minn er sjómaður og fór á sjó aftur þegar barnið var 3 vikna svo ég var ein á vaktinni – alltaf! Barnið óvært og með bakflæði svo einu skiptin sem henni leið sæmilega vel og svaf var í fanginu á mér, húsið var ógeð, ég skil ekki enn hvernig ég komst í að kaupa jólagjafirnar þetta árið, hér gekk enginn um í straujuðum fötum því barnið ældi svo mikið að við skiptum um föt nokkrum sinnum á dag, báðar!
    Ég var 3 kílóum léttari en áður en ég varð ófrísk viku eftir að barnið fæddist svo ég hafði miklar væntingar um að vera orðin grönn og spengileg sumarið á eftir þar sem ég framleiddi mjólk í lítravís! En eftir 15 mánaða brjóstagjöf var ég orðin álíka þung og ég var seinni part meðgöngunnar. Virkilega gefandi allt saman ;)

    Eeeen ég reyni alltaf að hugga mig við að ég er þó að gefa mér tíma með barninu og forgangsraða rétt. Barninu er bara alveg slétt sama hvort það sé drasl eða að ég sé ekki búin að fara í bað í tvo daga. Ég ætla bara að halda í vonina að maður eigi eftir að eiga hreint og fínt heimili í ellinni ;)

    • Svart á Hvítu

      2. July 2015

      Hahahah ég hló:) Ég ætlaði sko aldeilis líka að vera komin í form þetta sumarið, enda framleiði ég mjólk eins og hin fínasta belja. En nei… það kemur bara seinna:)

  16. Birna Helena

    2. July 2015

    Frábær færsla og svo satt allt saman. Það getur verið erfitt að reyna að bera sig saman við þessar glansmyndir og sögur sem maður heyrir, hressandi að heyra líka hina hliðina.

    Meira svona persónulegar sögur :)

  17. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

    2. July 2015

    ó elskan!

    Ég var eins og búrhvalur á meðan að ég gaf mínum brjóst, gekk ekkert að léttast og þessi snillingur saug svo sannarlega ekki meðgöngufituna af mér, þurfti að hafa fjandi mikið fyrir því að ná 30 kílóum af mér. Hann er ennþá svakalega hress, pínu óþekktargormur og elskar að nota röddina sína-úti-á meðal fólks!

    Hann er 4 ára gamall í dag og vaknar ennþá kl 06:00 á hverjum morgni en hey hver þarf svo sem svefn………..nei ég bara segi svona :)

  18. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

    2. July 2015

    Ó elskan.

    Ég grenntist sko ekki neitt á meðan á brjóstagjöfinni stóð, var bara ennþá eins og búrhvalur og þurfti að hafa ansi mikið fyrir því að losa mig við 30 kg af meðgöngufitu, ræktin var minn tími og þar fékk ég tíma út af fyrir mig þó svo að ég væri kannski ennþá í svitagallanum þrjá tíma eftirá, öll í ælu, graut og fleiru skrautlegu.

    Sá sem ákvað að kalla þetta orlof er eitthvað að misskilja hlutina, við elskum, dýrkum og dáum að sjálfsögðu börnin okkar en það er samt svo dásamegt að fá tíma fyrir sjálfa sig, eiginlega bara alveg nauðsynlegt.

    Hann er 4 og 1/2 árs í dag og vaknar ennþá kl 06:00 ALLA daga, ó boy, er svefn ekki annars ofmetinn?

    • Svart á Hvítu

      2. July 2015

      Hahahah jiminn. Vá hvað ég held samt ennþá í vonina að hann sofi einn daginn til amk 8! Er alveg að sjá núna hvað svefninn gerir fyrir útlitið og hvað svefnleysi gerir ekki neitt!:)

  19. Bella

    2. July 2015

    Vá hvað ég er sammála öllu sem þú segir! ;)

  20. Hildur

    3. July 2015

    Er sammála öllu því sem þú segir!! Það er jafn erfitt og það er yndislegt að vera í fæðingarorlofi!! Svefnleysið er það alversta! Þær konur sem stofna fyrirtæki og hafa allt á hreinu í fæðingarorlofinu, ég veit ekki alveg hvað skal segja um þær :) Þær eru kannski þær örfáu sem fá 8 klst órofinn svefn:)

  21. Steinunn

    10. July 2015

    Gæti ekki verið meira sammála! Og hárlosið.. hárið á mér er fyrst núna að jafna sig, 4 árum eftir fæðingu frumburðarins! Orlof my ass – þetta er sko full vinna ALLAN sólarhringinn ;)

  22. Sigrún Hjálmarsd

    11. July 2015

    Flott færsla :) Er à samastað, er þreyttari en stuðboltinn minn sum kvöld enn þetta er yndislegt :)

  23. Elínborg Kristjáns

    15. July 2015

    Ah, þetta blessaða orlof. Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka heilt ár í “frí” og þetta átti allt að vera svo toppnæs. Nú er vel virki gaurinn minn 10 mánaða, 7 vikur í að ég byrji að vinna og ég get ekki beðið eftir að komast í vinnuna til að fá smá me time. Hef nota bene ekki afrekað neitt í þessu orlofi nema ala upp einstaklega vel heppnað barn, alltaf allt í drasli og merkilegt nokk þá hef ég ekkert horast þrátt fyrir massíva brjóstagjöf. En þetta eru samt klárlega búnir að vera slemmtilegustu 10 mánuðir lífs míns, erfiðir en skemmtilegir :)

    • Svart á Hvítu

      15. July 2015

      Er alveg á sömu blaðsíðu og þú haha;) Þessi kíló fara kannski einn daginn, en ekki með brjóstagjöfinni haha.