fbpx

HEIMA UM HELGINA

Persónulegt

Helgin hefur einkennst af miklum myndarlegheitum, við dembdum okkur loksins í að mála krítarvegg inn í eldhúsi, þrifum gluggana, hentum drasli og ég hengdi upp fötin mín af gólfinu (án gríns ;)
Snapchat-20140301055626

Þessi hér að ofan er reyndar mjög myndarlegur og handlaginn… hann má eiga það, -og ég í rauninni gerði lítið af þessum verkum nema að mála í kantana:)

Screen Shot 2014-03-02 at 10.13.17 PM

Ég gleymdi reyndar að mynda herlegheitin en þessar myndir fann ég á snapchattinu mínu og instagram, -annars hefðuð þið aldrei fengið að sjá draslið haha:)

Hingað til höfum við venjulega ekki gert neitt við leiguíbúðirnar sem við höfum búið í, en ég er komin með nóg af hvítum veggjum og að sjálfsögðu á bara að mála þá veggi sem maður vill svo framalega að maður treysti sér til að komu öllu í sama stand áður en maður flytur út. Svo er ég reyndar með toppleigusala sem kippir sér ekkert upp við neitt svona:)

 

LAUGARDAGSHEIMILIÐ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Bára

    2. March 2014

    Vá hvað mér líst vel á þetta hjá ykkur ! :)

  2. Kristbjörg Tinna

    3. March 2014

    Ég hlakka til að sjá!! Fæ kannski að teikna mynd af mér á vegginn? (DJÓK)

  3. Eva

    3. March 2014

    Hæ! Veistu hvort það sé ekkert að mála aftur yfir krítarmálningu með hvítri? Er í sömu stöðu og þú að vera í leiguíbúð .

    • Svart á Hvítu

      3. March 2014

      Já það er alveg hægt að mála yfir:) Þarf þó eflaust að grunna fyrst og svo mála 2-3 umferðir til að ná veggnum hvítum amk.:)
      -Svana

  4. Pattra S.

    3. March 2014

    Sniðug ertu alltaf hreint, Æ læk!

  5. Auður

    3. March 2014

    Hæ Svana..
    Ég veit að þetta tengist krítarveggnum þínum ekkert, en mig langaði bara að sýna þér, ef þú hefur ekki séð það, hvað þetta Louis Poulsen ljós er svakalega fallegt (allavega að mínu mati) ;)

    http://instagram.com/p/lFaIkBqNN0/

  6. Sæunn Alda

    7. March 2014

    Er þetta bara svört máling ? og má bara kríta á hana ?

    • Svart á Hvítu

      7. March 2014

      Nei þetta er sérstök krítarmálning, ég bara fékk aðstoð í Húsasmiðjunni og mér var selt þetta:) Hef heyrt að þetta fáist líka í Litalandi t.d.