fbpx

UPPÁHALDS // FALLEG HÖNNUN FRÁ REFLECTIONS COPENHAGEN

HönnunSamstarfUppáhalds

Ég held mikið upp á danska hönnunarmerkið Reflections Copenhagen en handgerðu kristalstjakarnir og speglarnir frá þeim eru með því fallegra sem ég veit um. Það eru þær Julie Hugau ásamt Andreu Larsson sem stofnuðu merkið og hafa þær vægast sagt slegið í gegn með glæsilegri og einstakri hönnun fyrir heimilið. Ég varð því ansi spennt að heyra að annar hönnuður Reflections, Julie Hugau verður stödd í Snúrunni á morgun og verður haldið veglegt partý af því tilefni fyrir aðdáendur Reflections og veittur afsláttur ásamt annarri gleði.

  

Ég persónulega hef haft í langan tíma augun á fallegum spegli frá Reflections ásamt því að blómavasarnir og kertastjakarnir fá mig til að kikna í hnjánum mér þykir þetta vera alveg guðdómlega fallegt. Fyrir áhugasama þá verður Reflection partýið haldið í Snúrunni á morgun, þann 7. nóvember á milli kl. 16 og 18. Einstakt tækifæri til að hitta og ræða við hina hæfileikaríku Julie – ég veit að ég er a.m.k. spennt ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SÆNSK SMARTHEIT - RÖNDÓTTIR VEGGIR & MARMARI

Skrifa Innlegg