fbpx

UPPÁHALDS HORNIÐ Á HEIMILINU – ALLT AÐ KOMA SAMAN

HeimiliPersónulegtSamstarf

Góðir hlutir gerast hægt er mín mantra sem ég þarf reglulega að minna mig á ♡ Það eru margir mánuðir síðan við ætluðum að klára að græja eldhúskrókinn en svo kemur alltaf eitthvað nýtt upp á sem gengur fyrir, bæði verkefni og lífið sjálft ♡ Hér elska ég að sitja og fletta blöðum, horfa út um gluggann og stundum vinna í tölvunni. Ég er enn eftir að líma lista framan á skápahurðarnar til að gera útlitið aðeins meira elegant og mála aðra umferð ásamt því að púðarnir allir áttu bara að vera tímabundin lausn þar til ég klára að hanna bakið og útfæra hvernig ég geng frá ofninum sem er undir glugganum. Ah alltaf skemmtileg verkefni framundan!

Nýlega eignaðist annars dóttir mín þennan dásamlega fallega matarstól frá Nofred sem algjörlega fullkomnar stólamixið á heimilinu, en Mouse Junior matarstóllinn hefur verið á óskalistanum alveg síðan Birta Katrín eignaðist litla Mouse stólinn í herbergið sitt og var hann fenginn að gjöf frá Nofred. 

Mouse stóllinn er dönsk verðlaunahönnun frá Nofred og ég hef verið heilluð af alveg frá því að Epal hóf sölu á þessum fallegu barnavörum. Ég er alltaf svo hrifin af klassískri danskri hönnun og alveg sérstaklega danskri stólahönnun og þrátt fyrir að hönnun Mouse stólsins sé ekki nema nokkra ára gömul þá fer stóllinn svo afskaplega vel saman við eldhús og stofustólana og eru að öllu leyti mikið fallegri en barnastóllinn sem við áttum fyrir. Mouse Junior er sagður vera frá ca 3-9 ára aldri, dóttir mín verður 3 ára í sumar og er þó alveg meira en tilbúin í þennan stól sem hún prílar sjálf í upp og niður.

Litur á vegg: Svönubleikur frá Sérefni, einnig gereftin kringum hurðina sem við settum á nýlega. // Borðið: Tom Dixon frá Lumex, einnig Gubi lampinn í glugganum. // Ljós yfir borði er PH5 keypt í Epal og bleika Sjöan er afmælisútgáfa frá Fritz Hansen einnig keypt í Epal. 

Smelltu hér til að skoða Nofred í vefverslun Epal

Púðarnir eru úr öllum áttum og mér finnst þeir gera hornið alveg extra kósý og heimilislegt. Það þarf ekki allt að vera fullkomið, alveg langt því frá og því um að gera að henda púðum ofan á hálfkláraðan bekk og nota hann þar til allt fær að smella. Bleiku púðarnir eru jú frá vinkonum mínum í Ihanna home og eru í miklu uppáhaldi!

Ah hér er gott að vera! P.s. ég er núna að taka mig í gegn varðandi vítamíninntöku sem ég fæ algjöra falleinkunn í og er því að reyna að tileinka mér góðar venjur til að muna betur að taka þau inn. Ég er einnig að leyfa mér að prófa nokkur ný með þær vonir að bæta svefnin, minnið og einbeitinguna svo fátt sé nefnt og fá smá meiri orku eftir þennan langa vetur *krossa fingur! Öll tips vel þegin ♡

Ég vona annar að þið munið eiga góðan dag!

HVAR VÆRUM VIÐ ÁN PINTEREST?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. AndreA

    6. March 2023

    Svo fallegt og Svönulegt
    lovelove it!

  2. Elín

    8. March 2023

    Mér finnst svo áhugavert hvernig þú gerir IKEA eldhúseiningar að bekk. Ertu með einhver ráð til að þetta takist vel? T.d. þarf að styrkja skápana svo það sé hægt að sitja á þeim?