fbpx

UPPÁHALDS FÖRÐUNARVÖRURNAR HENNAR HÖRPU KÁRA ♡

UmfjöllunUppáhalds

Hverjar uppáhalds förðunarvörurnar hennar Hörpu Kára eru er líklega eitthvað sem margar konur eru forvitnar um, enda er Harpa ein glæsilegasta kona landsins og förðunin hennar alltaf óaðfinnanleg. Að fá að gramsa í förðunartöskunni hennar er sérstaklega skemmtilegt en þar má finna úrval af því allra besta úr bransanum og alltaf hægt að uppgötva spennandi nýjungar. Harpa er á meðal fremstu förðunarfræðinga landsins og jafnframt eigandi förðunarskólans Make up Studio Hörpu Kára þar sem hún kennir ásamt úrvalsliði af förðunarfræðingum.

Það er tilvalið að fá Hörpu til að deila með okkur sínum uppáhalds förðunarvörum í tilefni þess að eftir helgi er enn eitt námskeiðið að hefjast í Make up Studio Hörpu Kára. Að fara á förðunarnámskeið er með því skemmtilegasta sem ég hef gert! Í nóvember á síðasta ári útskrifaðist ég sem förðunarfræðingur frá Make up Studio Hörpu Kára og mun ég búa að þeirri reynslu að eilífu og mæli endalaust með þessu námi fyrir þær sem áhuga hafa á förðun ásamt þeim sem vilja hreinlega tilbreytingu í lífið og kynnast í leiðinni dásamlegum stelpum á öllum aldri. P.s… ég veit að það eru örfá laus pláss á námskeiðið sem er að hefjast – þetta er besta skyndiákvörðun sem hægt er að taka og mæli svo sannarlega með ♡

Núna tökum við upp glósubókina en uppáhalds vörurnar hennar Hörpu Kára í dag eru þessar //

Marc jacobs – 102 Tantric Omega bronze // Ljóst sólarpúður sem gefur húðinni fallegan og frísklegan lit.

Giorgio Armani Luminous silk // Dásamlegt olíulaust meik sem er mjög náttúrulegt og tollir vel á.

Augnhár – ModelRock lashes // Uppáhaldsaugnhárin mín í heiminum, eru mjög náttúruleg og frekar stutt miðað við gerviaugnhár.

 

Anastasia Soft glam // Frábær palletta með blöndu af möttum og sanseruðum fallegum tónum.

Sebastian // Æðislegt efni til þess að bera í hárið áður en ég set í mig carmen rúllur. Ég nota rúllur ca. 4 sinnum í viku.

Augabrúnagel – Anastasia Dipgel // Gerir mjög mikið úr hverju hári og mótar brúnirnar vel

Guinot augnmaski // Kælir og dregur úr bólgum. Nota hann daglega.

Mac Stone blýantur // Nota hann daglega til þess að móta og stækka varirnar.

Mac Honeylove mattur varalitur // Æðislegur nude varalitur.

Becca Hourglass // ljómapúður sem veitir húðinni mildan ljóma.

Takk fyrir að deila með okkur elsku Harpa mín, það er sitthvað búið að bætast á óskalistann minn en það er ekki annað hægt eftir þessi meðmæli.

Myndirnar hér að neðan tók hæfileikaríka Aldís Pálsdóttir af síðasta námskeiði.

Fyrir áhugasama um förðunarnámið hjá Make up Studio Hörpu Kára má finna allar upplýsingar á heimasíðu skólans. Ég mæli einnig með að kynna sér námskeiðsstyrki hjá viðkomandi stéttafélagi sem kemur sér vel. Þessi færsla er ekki skrifuð í samstarfi heldur mæli ég með þessu námi beint frá mínu hjarta, það er hreinlega ekki annað hægt en mæla með þessu námi sem fer fram í ótrúlega fallegu rými og ég upplifði þetta nánast eins og að mæta í jóga og kom alltaf endurnærð úr tímum! Dásamlegt og svo eru kennararnir algjörar perlur ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÓSKALISTINN // ÁGÚST

Skrifa Innlegg