Nei sæl verið þið, ég er komin tilbaka úr smá fríi sem ég tók mér á meðan að ég skrapp til Eindhoven á hollensku hönnunarvikuna, -meira um það síðar. En núna er komið að máli málanna!
Flest ykkar kannist eflaust við fallegu ugluteikningarnar hennar Heiðdísar Helgadóttur / Heiddddddinstagram sem slegið hafa rækilega í gegn á undanförnum mánuðum. Núna þekki ég Heiðdísi persónulega og hef fengið að fylgjast náið með velgengni hennar og þessvegna þykir mér einstaklega leiðinlegt þegar að aðrir byrja að teikna nákvæmlega sömu uglur og hún og selja. Þið vitið að ég er mikil áhugamanneskja um hönnunareftirlíkingar og það er ekki annað hægt en að benda ykkur öllum á hversu bilað þetta er.
Hér að ofan eru teikningar Heiðdísar, sjá facebook síðu Hér.
Hér er svo enn einn teiknarinn mættur á svæðið og selur í þetta skiptið ugluteikningar undir nafninu Ugla á kvisti, -sjá facebook síðu Hér. Ég segi enn einn teiknarinn afþví að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona mál kemur upp.
Hér að neðan má sjá Heiðdísar uglu til vinstri og Ugla á kvisti til hægri.
Hér má sjá að uglurnar eru nánast þær sömu, því má gera ráð fyrir að þetta er 100% teiknað eftir teikningum Heiðdísar og 0% útaf því hversu mikla sköpunarþörf þessi einstaklingur hefur. Heimurinn er stútfullur af hugmyndum og það er hægt að gera ALLT sem þér dettur í hug, AFHVERJU þá að velja ugluteikningar sem eru ÞEGAR orðnar það vinsælar að það fer ekki á milli mála að hér er um eftirlíkingu að ræða.
Núna fann hún Heiðdís það aldeilis ekki upp að teikna uglur, það er ég ekki að segja. Það er öllum frjálst að teikna uglur ef að þeim langar, en þetta er sama uglan seld á helmingi lægra verði. Þessa ugla var upphaflega gerð í 25 eintökum en skyndilega er hún komin í endurútgáfu? Það er þó augljóslega eitthverskonar ugluæði að ganga yfir landann, en er ekki hægt að koma með nýja nálgun ef á að skapa eitthvað ugludót á annað borð? Í alvöru, þetta er bara ekki eðlilegt hversu ófrumlegt sumt fólk er.
Hvað finnst ykkur um svona?
Skrifa Innlegg