fbpx

TRYLLTAR 2021 IITTALA NÝJUNGAR

HönnuniittalaKlassíkSamstarf

Ég gæti hreinlega ekki verið skotnari í öllum 2021 nýjungunum frá Iittala sem fagnar í ár 140 ára afmæli sínu og í tilefni þess eru nýjungar ársins einstaklega veglegar og fallegar. Litur ársins er undursamlega fallegur litur, Amethyst sem er fjólublár og með fallegri litum sem ég hef séð frá Iittala.

“Afmælislínan gengur þvert á allt vöruúrvalið og inniheldur bæði borðbúnað og skrautmuni fyrir heimilið. Sem dæmi má nefna var Essence línan stækkuð, liturinn Dark Grey kemur í staðinn fyrir litinn Grey og liturinn Amethyst var valinn litur ársins.”

Sjáið þennan ótrúlega fallega lit – algjört konfekt fyrir augun og myndi lífga hvert heimili við.

Mæli svo sannarlega með því að horfa á þetta myndband sem gert var í tilefni afmælisins. Myndbandið hér að neðan er einnig mjög skemmtilegt fyrir áhugasama um hönnun, en það er frá árinu 2017 og sýnir okkur hvernig nokkrar af þekktustu vörum Iittala eru búnar til af ótrúlega færu handverksfólki. Það er einstakt að fá að sjá hvernig vörurnar okkar eru framleiddar, sjá vinnuna og hvernig nostrað er við hverja vöru. Fær mann til að kunna enn betur að meta vörurnar.

Það fallegasta sem ég hef séð – Aalto vasinn í Amethyst

Essence karafla í litnum Amethyst –

Kartio karaflan er geggjuð og svo ótrúlega klassísk –

Hár Aalto vasi í nýja litnum –

“Nýjir munnblásnir Aalto vasar í fjórum mismunandi litum (Clear, Copper, Moss Green og Dark Grey). Vasarnir komu í takmörkuðu upplagi (2.021 eintök) og byggja á sjaldgæfu formi úr smiðju Aalto, en í dag eru einungis 3 vasar til úr upphaflegu framleiðslunni frá árinu 1937. Vasarnir eru framleiddir með viðarformum og því er hver vasi einstakur.”

Sjá þetta krútt!

“Fugl ársins 2021 er fallegur og glaðlegur fugl sem ber heitið Kesuri. Fuglinn er í litnum Amethyst, en liturinn er töfrandi og bjartur litur sem breytir um tón eftir því hvernig birta fellur á hann. Segja má að þessi sérstaki litur lyfti hversdagslegum hlutum á annað plan. 

Fuglinn er í stærðinni 217x115mm. Iittala fuglarnir eru munnblásnir í Iittala glerverskmiðjunni í Finnlandi. Sérhver fugl er því einstakur. Fuglarnir fegra heimilið og eru auk þess einstök og eftirminnileg gjöf. Fuglarnir henta vel fyrir áhugafólk um hönnun, glerlistasafnara og fuglaunnendur. “

Hér að neðan getur þú kynnst fuglunum betur í myndbandi sem sýnir hvernig þeir eru framleiddir. Ég hef sjálf mjög gaman af því að sjá “á bakvið tjöldin”. En fuglarnir eftir Oiva Toikka eru algjör listaverk.

Flycatcher “Sieppo” fuglarnir hafa aftur tekið á flug, nú í 5 nýjum og aðlaðandi litum. Sumarlegir og sætir!

“Frutta línan sem sjá má hér að neðan var hönnuð af Oiva Toikka en við hönnun hennar sótti hann innblástur í ávexti og ber. Í byrjun árs 2021 komu glösin á markað í litunum Lemon og Amethyst.”

Þá höfum við brot af 2021 nýjungum frá Iittala – já þetta er aðeins brot þar sem úrvalið er ótrúlegt af nýjungum. Sjáðu fleiri nýjungar með því að smella hér. Hvernig lýst ykkur annars á lit ársins? Fallega Amethyst sem er algjörlega einstakur. En hann verður aðeins í framleiðslu árið 2021 og því – safngripur framtíðarinnar ♡

TOPPLISTINN #1

Skrifa Innlegg