fbpx

TROPICAL ELDHÚS Á MÝRARGÖTU

Íslensk heimili

Það mætti svo sannarlega segja að þetta eldhús sé með smá frumskógarstemmingu og sjá má vel hversu mikið plöntur gera fyrir heimilið og gjörbreyta stemmingunni. Listaverka og myndaveggurinn í eldhúsinu er persónulegur og í bland við allar plönturnar verður heildin mjög skemmtileg. Sjá má frekar sjaldséða Skötu stóla við borðið, klassísk íslensk hönnun í anda Arne Jacobsen stólanna og George Nelson Bubble ljósið setur punktinn yfir i-ið. Þetta heimili í miðbæ Reykjavíkur er nú á sölu fyrir áhugasama.

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is // Mbl.is

Er þetta ekki áminning vikunnar að bæta eins og einni plöntu við eldhúsið / heimilið?

ÓSKALISTINN // OKTÓBER

Skrifa Innlegg