Það mætti svo sannarlega segja að þetta eldhús sé með smá frumskógarstemmingu og sjá má vel hversu mikið plöntur gera fyrir heimilið og gjörbreyta stemmingunni. Listaverka og myndaveggurinn í eldhúsinu er persónulegur og í bland við allar plönturnar verður heildin mjög skemmtileg. Sjá má frekar sjaldséða Skötu stóla við borðið, klassísk íslensk hönnun í anda Arne Jacobsen stólanna og George Nelson Bubble ljósið setur punktinn yfir i-ið. Þetta heimili í miðbæ Reykjavíkur er nú á sölu fyrir áhugasama.
Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is // Mbl.is
Er þetta ekki áminning vikunnar að bæta eins og einni plöntu við eldhúsið / heimilið?
Skrifa Innlegg