fbpx

TOPP 5: BESTU ILMKERTIN

Fyrir heimilið

Ilmkerti er alltaf góð gjöf og í tilefni þess að núna þeytast margir á milli verslanna í leit að jólagjöfum þá ákvað ég að taka saman mín uppáhalds ilmkerti í von um að gefa einhverjum ykkar góða hugmynd. Ég sjálf á líklega um 15 stykki af ilmkertum heima, þau eru þó alls ekki öll í notkun ég hvíli þau af og til inn í skáp eftir stuði hvernig ilm ég vil hafa, flest kertanna minna hef ég keypt mér sjálf og sum þeirra kaupi ég aftur og aftur eins og viss jólakerti sem ég get ekki verið án. Ég hef mikið verið að þræða verslanir undanfarna daga í tilefni af risa jólaleiknum og tek eftir að flestar verslanir bjóða upp á í dag úrval af heimilisilmum og ilmkertum – mjög skemmtileg þróun. Ég tók þó að sjálfsögðu aðeins saman kerti sem ég sjálf hef reynslu af og vil mæla með.

kerti

// 1. Voluspa er merkið sem flestir þekkja, úrvalið er rosalega mikið en lengi vel fengust þessi kerti ekki á Íslandi. Ég hef keypt mér margar tegundir frá þeim, bæði erlendis, á netinu og núna í verslunum hér heima. Ég viðurkenni að ég versla dálítið ilmkerti útfrá umbúðunum jafnt sem ilminum og er Crane Flower í einstaklega fallegum gylltum umbúðum. Voluspa fæst í Línunni. // 2. Nýtt sem rataði beint á topplistann minn er Coconut Milk Mango kerti frá Illume sem ég fékk í versluninni hjá Hlín Reykdal út á Granda. Ég kveiki á því á hverjum degi og vildi óska þess að það hefði fylgt líkamskrem með því svo góður er ilmurinn. Hlín Reykdal, Fiskislóð 75. // 3. Skandinavisk er merki sem ég held mikið upp á og hef farið í gegnum mörg kerti frá þeim og á núna heima 3 ilmi úr línunni, Jul, Bær og Koto (á reyndar líka Heima sem er sami ilmur). Skandinavisk er einnig með heimilisilmstangir og fæst merkið í Epal. // 4. Votivo er eitt af þessum gæðamerkjum og uppgötvaði ég jólakertið þeirra í vikunni og heillaðist alveg. Joie de Noel er einn af þremur jólailmum í ár og ilmar dásamlega og ég tala nú ekki um hvað kertið kemur í fallegri pakkningu. Votivo fæst í Myconceptstore // 5. Síðast en ekki síst er nýtt merki sem ég uppgötvaði nýlega, en það eru íslensku ilmkertin EG frá Erlu Gísla! Ilmkertin frá henni eru fjögur talsins og heita öll eftir árstíðunum þaðan sem innblástur ilmsins er sóttur, vetur, sumar, vor og haust. Ég fékk alla línuna í gjöf og var lengi að finna út hvert væri mitt allra uppáhalds en komst loksins að niðurstöðu að það væri Stormur/Winter, tilvalið fyrir jólin og ilmurinn er æðislegur, dálítið þungur og kryddaður sem er fullkominn á þessum tíma. EG ilmkertin fást m.a. í Snúrunni, Hlín Reykdal og í Litlu Hönnunarbúðinni. // – Öll ilmkertin hér að ofan eiga það sameiginlegt að vera gerð úr miklum gæðum og brenna hægt.

Það styttist hinsvegar í að ég dragi út vinningshafa úr risavaxna jólagjafaleiknum sem ég held ásamt fallegustu verslunum Íslands! Er þitt nafn ekki pottþétt komið í pottinn? Sjáðu meira HÉR. 

svartahvitu-snapp2

NÝTT & ÍSLENSKT: NOSTR VEGGSPJÖLD

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga

    17. December 2016

    Númer 2 komið á minn óskalista ❤