fbpx

NÝTT & ÍSLENSKT: NOSTR VEGGSPJÖLD

Íslensk hönnun
Plaköt er eitthvað sem ég fæ seint nóg af, þau eru ódýr og vinsæl leið til að skreyta heimilið sitt með og svo er einfalt að skipta út plakötunum eftir stemmingu og hvíla þá nokkur á meðan ný eru hengd upp. Ég á að minnsta kosti ágætan bunka af fallegum plakötum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina, og ofan á það skemmti ég mér reglulega við það að búa til ný í tölvunni sem herbergi sonarins fær oftast að njóta. Sjáum hvort þið fáið að sjá þau síðar…
Ég rakst hinsvegar á þessi fallegu íslensku plaköt nýlega frá Nostr sem er hugarfóstur vinkvennanna Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur og Þóru Sigurðardóttur. Saman deila þær mikilli ástríðu fyrir fallegum heimilum, hönnun og vel rituðu máli.

“Hugmyndin að baki nostr.is er að sameina alla þessa þætti með vönduðu veggjaprýði. Móðurhjörtun fundu sig knúin til að byrja á veggjum barnaherbergjanna enda mikilvægt að litla fólkinu líði vel í sínu umhverfi, en þær stöllur eru mæður fjögurra frábærra barna. Þó ekki saman. Þær vildu umvefja sig hvetjandi og sterkum orðum… Ekki er minna mikilvægt að fullorðna fólkinu líði vel innan veggja heimilisins og því verður áherslan ekki síður á að gleðja augu og hjörtu þeirra með fallegum plaggötum frá Nostr.”

Orðið nostr er stytting af sögninni að nostra enda fátt notarlegra en að nostra við hlutina, heimilið, matinn og í raun bara hvað sem er – þegar tími gefst.

lifdu_njottu_vertu-600x600vertu_thu_sjalfur-600x600aedruleysi-600x600 ast_nytt-600x600
Þetta plakat hér að ofan er sérstaklega skemmtilegt, svo skemmtilegt að ég og mín besta, Rakel Rúnarsdóttir ætluðum fyrir um ári síðan í framleiðslu á svipaðri hugmynd:) Það er svo áhugavert hvað góðar hugmyndir rata í ólíka kolla á sama tíma um allan heim – ég get endalaust velt mér uppúr slíkum hugleiðingum. Bjartur minn og Rakel eiga þó í dag plakat útfrá þeirri hugmynd – sýni ykkur það líklega síðar. En þetta plakat er hinsvegar mjög flott!
stafrof_hvitt1_rum-600x600
Þið kannist líklega flest við þær stöllur, en saman hafa þær Kolbrún og Þóra viðamikla reynslu úr íslenskum fjölmiðlum, dagblaða, tímarita, handrita- og sjónvarpsgerðar, bókaskrifum og meira til. Deila þær því dálæti sínu á íslensku máli og vilja halda heiðri þess á lofti með þessu fagra formi.
umokkur-1024x512
“Segja má að veggmyndirnar séu afleiðing af alvarlegu týpógrafíublæti. Ég hef mikið verið að brjóta um bækur og hanna og hef ódrepandi þráhyggju fyrir letri, letursetningu, leturbili… eiginlega bara öllu sem viðkemur því hvernig stafir fara á blað. Þegar rithöfundurinn blandar sér síðan í málið er útkoman yfirleitt mjög skemmtileg og þegar Kollan mætir með sína yfirburðar andlegu tengingu getur þetta ekki orðið neitt annað en nærandi fyrir augað og sálina,” bætir Þóra við. –  Sjá meira á Nostr.is 
svartahvitu-snapp2

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

Skrifa Innlegg