fbpx

TIPS & TRIX FYRIR BAÐHERBERGIÐ

Baðherbergi

Baðherbergið er oft það rými á heimilinu sem fær minnstu ástina þrátt fyrir að við eyðum þar dágóðum tíma flesta daga. Það getur reynst erfitt að búa í leiguhúsnæði og mega lítið gera og þekki ég þær aðstæður mjög vel, en það er þó heilmikið hægt að gera með nokkrum skrautmunum og það þarf alls ekki að vera kostnaðarsamt.

Baðherbergin eru oft nokkuð lítil svo við erum að hugsa um litla smáhluti en ekki húsgögn. Falleg handklæði til að þurrka hendurnar koma manni langt í að fríska við baðherbergið. Ef þú ert með opna innréttingu þá myndi ég hafa þau öll í sama lit og rúlla þeim smekklega saman, en ef ekki þá er um að gera að hafa þau ólík til að breyta til. Mín eru gul, bleik og einnig röndótt og vel ég handklæði vikunnar eftir stuði.

2cfab2c5d1ca3a561ce64a9146ae9819

Fallegt sturtuhengi getur gert gæfumuninn og er oft nokkuð áberandi partur af baðherberginu, stundum er nóg að hafa þau bara einlit en það er þó til ótrúlega gott úrval af sturtuhengjum með prenti á, mitt þessa stundina er með marmaraprenti. Ég hef keypt mín flest í H&M home en Ferm Living er einnig með frábært úrval.

391262cf222f5d43f87cfe95159ca830

Sápan! Hafið þið tekið eftir í innlitum í heimilis eða tískutímaritum þá eru viss sápumerki mjög algeng sjón á baðherbergjum og gefa þeim smá elegant yfirbragð. Ég viðurkenni alveg að sápurnar eru rosalega góðar og ilmurinn dásamlegur og alveg “ekta” en ekki svona gervi lykt og ég leyfi mér því að kaupa slíkar sápur inn á milli. Það er einnig hægt að kaupa fjölnota og fallegar sápupumpur í ýmsum verslunum sem þú fyllir einfaldlega á.

2af726b142db78388ede02c31b27214f

Smekkleg óhreinatau – Ég hef mjög gaman af því hvað úrvalið er skyndilega orðið gott af flottum óhreinataukörfum og margar á mjög góðu verði. House Doctor hefur t.d. verið með nokkrar skemmtilegar ásamt Ferm Living.

Fallegur baðsloppur jafnvel úr silki hengdur upp getur sett punktinn yfir i-ið og er að sjálfsögðu mjög hentugur til að henda yfir sig þegar komið er úr baði. Ég keypti mér nýlega hlébarða baðslopp í H&M sem fær að hanga inni á baðherberginu og er eins og hið fínasta punt!

6498ae55d948cfb8f96f002e07be43b4

cute-pink-and-white-cast-iron-clawfoot-bath-tub

Algengasta útkoman þegar baðherbergi eru hönnuð eru hvítt, svart, viður eða marmari en hafið í huga að möguleikarnir eru endalausir og kannski er baðherbergið einmitt rýmið til að sleppa alveg af sér beislinu? Klikkað veggfóður, málaðu baðkarið í lit, litríkar marokkóskar gólflísar, flott ljósakróna, allt svart eða samsetning af bleikum og fjólubláum litum á loft og veggi eins og á baðherbergi Katrínar Ísfeld hér að neðan.

12745741_1283071921706763_8301819837149587180_n-620x930

Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir / innanhússhönnun: Katrín Ísfeld, sjá meira hér. Þetta var eitt fallegasta baðherbergi sem ég hef heimsótt og ég ætlaði varla að trúa mínum augum svo fallegir voru litirnir. Takið eftir að þarna hefur hún einnig til skrauts gamla maskara sem fylla heilt ílát ásamt ilmvatnsglösum og tískuteikningu.

21642b39fbdcccfdb322cc7a700f8bbe

aff142df6f720982a04416a2b8ef9b4f

Lítill kollur eða hliðarborð til að geyma á handklæði eða uppstillingu af þínum bestu húðvörum ásamt kerti til að kveikja á þegar farið er í bað. Kollinn er einnig hægt að nýta sem stand undir blómapott eða tölvuna fyrir þá sem vilja horfa á bíómynd í baði:)

62dcfff94b87759d000c4021df0dc421

Ilmvötn til skrauts – raðaðu fallegum ilmvatnsglösum á bakka eða við vaskinn og bættu jafnvel við litlum kertastjaka eða blómavasa til að skapa smá stemmingu og fallega uppstillingu.

bad_bord_bakke_spejl_planteophaeng_-juila_froeken_overspringshandling-zc0zkcllvptopqfh6oeaq

Stilltu upp uppáhalds snyrtivörunum þínum. Minna er samt meira, við erum ekki að tala um allt uppáhaldsdótið þitt og helst aðeins það sem er í fallegum umbúðum. Sjáið einnig hvað gyllta vírakarfan kemur vel út sem smáhlutahilla og á myndinni hér að neðan sjáið þið hvernig hún er fest upp, algjör snilld þegar ekki má negla í flísarnar.

bad_haandvask_spejl_kvist_planter_-juila_froeken_overspringshandling-rf-nrf6ycxe1cbj2-v-r4q 29799afa7a53e14013a4cbd2d789cabd

Råskog hjólaborðið hefur slegið í gegn og er æðislegt til að hafa inni á baðherbergi, en getur þó auðveldlega orðið draslaralegt – hafið það í huga. Upphaflega var það hugsað í eldhúsið en eftir að stjörnustílistinn Pella Hedeby stíliseraði það á baðherbergi (mynd að ofan) hefur það rokselst. Þórunn Ívars bloggari er einnig dugleg að sýna frá sínu hjólaborði á snapchat.

bf978c2c97bd7b5a5fb1084b6ad0408a

8f608766ba66f0ff347d302879897bb7

Plaköt og myndir eiga líka heima á baðherbergjum, þetta er þó mögulega ekki rýmið til að hengja upp fjölskyldumyndir nema það séu þá sætar minningar af börnunum í baði t.d. Algengast er að sjá skemmtilegar setningar í ramma eða myndir af tískufyrirmyndum eða annað slíkt. Það er hægt að gleyma sér að skoða plaköt hjá t.d. Desenio.

tumblr_md163ocse41qa9ddao1_500

Síðast en ekki síst þá má ekki gleyma að nefna elsku plönturnar sem lífga við hvaða rými á örskotsstundu og ég mæli með að kaupa þér fallega plöntu fyrir baðherbergið sem þarf ekki of mikla umhirðu. En best væri þó að tikka við fleira en eitt atriði hér að ofan og baðherbergið verður allt annað!

Hér að neðan er síðan listi af vörum sem ég tók saman fyrir baðherbergi í mínum anda.

badherbergi

//1. Það myndu fáir slá hendinni á móti fallegum Aarre glerhanka frá iittala. //2. Hlébarðasloppur frá H&M. //3. Falleg skipulagsbox frá House Doctor undir smádótið og skreyta baðherbergið um leið. Fást í A4. //4. Pappelina gólfmotta í fallegum lit er fullkomin inn í þvottahúsið, fást í Kokka. //5. Þurrbursti er að mínu mati nauðsynlegur á baðherbergi. //6. Marmarabakki undir ilmvatnsglösin og snyrtivörur, fæst í Kokku. //7. Ég er hægt og rólega að reyna að skipta yfir í betri snyrtivörur og hugsa vel um húðina, þessa dropa langar mig að prófa frá Estée Lauder, night repair og þessi flaska mætti alveg vera uppi við. //8. Flott óhreinatauskarfa, ég er sjálf að íhuga að kaupa mér þessa. Fæst í A4. //9. Aalto vasana má nota undir margt annað en blóm, minni stærðirnar eru til dæmis tilvaldar undir bómull, eyrnapinna eða förðunarbursta. //10. Stílhreint handklæði, Snúran. //11. L:A bruket handsápa, Snúran. //12. Bleikur tannbursti frá HAY en þó framleiddur af tannburstamerkinu Jordan. Ég á einn svona bleikan og Andrés á svartan. Væntanlegir í Epal. //13. Råskog hjólaborð, Ikea. //14. Sturtuhengi frá Ferm Living, Epal.

Ef ykkur líkaði við þessa færslu þá yrði ég þakklát ef þið væruð til í að smella á like hnappinn eða skilja eftir orð hér að neðan. Hvernig væri nú síðan að ég tæki létt baðherbergja innlit hér heima á snappinu mínu? Það er orðið þó nokkuð langt síðan ég sýndi frá því:)

svartahvitu-snapp2-1

STÓRA SÓFAMÁLIÐ

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  19. March 2017

  Æðisleg færsla!!! Ég veeerð að taka hana til mín og byrja að græja baðherbergið hér á bæ ❤

 2. Thelma

  19. March 2017

  Mæli með Birki sápunni frá Sóley, alveg frábær og vel lyktandi :)

 3. Margrét

  20. March 2017

  Æðisleg færsla sem kemur eins og kölluð… :D

 4. Fjóla Finnbogabogadóttir

  21. March 2017

  Frábær færsla! Þarf að taka hana til mín og fara að dúlla að baðherberginu :)

 5. Abba

  7. April 2017

  Takk fyrir þessa færslu og aðrar! Þetta er mjög góður innblástur fyrir þá sem eru í baðherbergishugleiðingum. :)