fbpx

ÞEGAR BRÆÐUR BYGGJA HÚS – FALLEGA VILLA GRÅ

Heimili

Villa Grå er spennandi hönnunarverkefni unnið af bræðrunum og athafnarmönnunum Martin Nygren og Henrik Nygren sem eiga það greinilega sameiginlegt að hafa góðan smekk. Þetta fallega hús er eitt af mörgum verkefnum sem þeir bræður hafa unnið saman en á meðan framkvæmdum stóð var haldið úti Instagram síðu fyrir húsið svo hægt er að skoða allt ferlið fyrir áhugasama @villa_gra. Martin sá um hönnun hússins og stíliseringu og Henrik tók að sér að byggja húsið – þvílík samvinna. Hvorugur þeirra ætlar sér þó að búa á þessu smekklega innréttaða heimili heldur er nú barist um hver fær að kaupa þessa fallegu eign þar sem hugsað var út í hvert smáatriði og allt efnisval tónar svo vel saman.

Myndir : Fantastic Frank

Sjarmerandi hús með ákaflega fallegu innbúi. Með öllum þessum við í innréttingum, kamínu ásamt stærðinni á húsinu fæ ég á tilfinninguna að húsið komi til með að vera einhverskonar eðal bústaður. En hvort sem það verður þá mun án efa vera gott að búa hér.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALINN DEMANTUR Í REYKJAVÍK : KASBAH CAFÉ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    10. July 2019

    Elska þetta verkefni! Very very næs