fbpx

ÞARF AÐ NÆLA MÉR Í …

Óskalistinn

Að þessu sinni sitja 5 hlutir á óskalistanum, suma hlutina mun ég næla mér í á næstu dögum en einn hlutinn þarf ég aðeins að bíða með, þið megið giska hvaða hlutur það er. Eftir að hafa eytt helginni í dásamlegum sumarbústað þar sem handsápa frá L:A BRUKET var (ásamt fullt af öðru fallegu) þá verð ég hreinlega að eignast hana… ilmurinn er algjör æði og svo eru umbúðirnar sérstaklega flottar. Einnig vantar enn eitt Lego boxið í viðbót í barnaherbergið, þessi box eru algjör snilld undir smádótið og hentugt að geta staflað þeim. Síðan má alltaf eitt og annað fallegt bætast við heimilið eins og salt og pipar kvarnirnar frá Menu, þær eru til í nokkrum litum en það kemur varla á óvart að bleiku heilla mig mest, ásamt heimilisilminum frá Skandinavisk. Kertin frá þeim eru að minnsta kosti mjög góð og því er ég spennt að prófa ilmstangirnar. blogg2

1. L:A BRUKET handsápan fást hér (Snúran) og hér (Hrím).  2. Lego boxið fæst hér (Epal). 3. Fallegasta ljós í heimi/ PH 5 fæst hér. 4. Salt & pipar kvarnirnar fást hér (Epal). 5. Skandinavisk heimilisilmurinn fæst hér (Epal).

Einnig langar mig að nýta tækifærið og óska Trendnet til hamingju með 3 ára afmælið og þakka ykkur fyrir samfylgdina! Vá hvað það eru spennandi tímar framundan, það get ég sko sagt ykkur;) Fylgist endilega með Trendnet á facebook þar sem hægt er að næla sér í allskyns afmælisglaðninga á næstu dögum!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NAMMI FYRIR AUGUN...

Skrifa Innlegg