fbpx

SVONA VERÐA JÓLIN HJÁ H&M HOME

H&M home

Er þessi færsla nokkuð of snemma á ferð?

Eins og þið vitið mörg nú þegar þá opnaði ein uppáhalds verslunin mín, H&M home loksins á Íslandi í lok síðustu viku og ég var eins og lítið barn í nammiverslun þegar ég skoðaði allt vöruúrvalið í fyrsta sinn. Ég hef lagt leið mína í þessa sérstaklega skemmtilegu heimilisdeild sænska tískurisans undanfarin ár og fylgist vel með nýjungum frá þeim í gegnum norrænar bloggvinkonur og stundum svekkt mig á því að geta ekki nálgast vissar vörur nema með miklum krókaleiðum – sem ég þarf ekki lengur á að halda. Það gladdi mig þessvegna mikið þegar ég fór yfir blogghringinn minn í morgun og rakst á fallegar jólamyndir úr smiðju H&M home – þvílíkur draumur, og eitthvað sem ég get nælt mér í hvenær sem er ef mér sýnist svo ♡

Ég er ekki frá því að jólaandinn sé að hellast yfir mig, er reyndar búin að vera með kvef og ligg undir teppi með kveikt á kerti – svo það spilar vissulega inn í þennan kósýfíling hjá mér. Núna vantar bara piparkökurnar og jólatónlistina. Hóhóhó.

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DIMM OPNAR VERSLUN // GJAFALEIKUR & INNLIT

Skrifa Innlegg