fbpx

SVALAHUGLEIÐINGAR

Fyrir heimiliðGarðurinnHugmyndir

Á meðan að sonurinn tók lúr úti á svölum í dag fór ég að huga að því hvernig ég get gert þær nokkuð huggulegar í sumar. Ég veit þó ekki hvort ég eigi að kalla þetta svalir þar sem þær eru í raun bara stigapallur þar sem gengið er inn, stærðin er líka mjög lítil svo það er líklegast takmarkað hvað hægt er að gera, og til að toppa það þá þarf líka að vera pláss fyrir vagninn á þeim. Það á þó að vera hægt að gera allt huggulegt svo ég kíkti á uppáhaldssíðuna mína Pinterest og hóf að taka saman hugmyndir að heillandi svölum, görðum og veröndum, og afraksturinn , nýjasta albúmið mitt Outdoor má sjá -hér. 

Þar sem að svalirnar mínar, já köllum þetta bara svalir, eru ekki nema 2,40 x 2,40 þá er ég helst að hugsa um kannski einn bekk með púðum, lítið hliðarborð og svo plöntur, en ég á þegar einn góðan stól við eldhúsborðið mitt sem er líka útistóll svo ég mun draga hann út í góða veðrinu í sumar og spara líka pláss í leiðinni. Svo verður ljósaperuserían sem ég fjallaði um daginn notuð til að setja punktinn yfir i-ið.

Það er auðvitað hægt að finna allt á Pinterest og núna veit ég nokkurn veginn hvað ég er að spá, svo til að drepa enn meiri tíma í dag þá kíkti ég á heimasíðu Ikea til að skoða útihúsgögn, því ég vil heldur ekki að þetta þurfi að kosta mikinn pening.


ikesvalir

 

Þetta er nokkurn vegin pælingin, en mögulega þá myndi ég vilja mála og lakka bekkinn hvítann, en þó ætla ég að sjá til með það. Hliðarborðið er dálítið fínt undir hvítvínið og svo væri næs að hlaða nokkrum púðum og teppum út þegar sólin kíkir í heimsókn. Ég tek það fram að stóllinn + serían eru ekki frá Ikea.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með þessum pælingum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

SERÍAN ER KOMIN...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. María

    27. May 2015

    Hvaðan er stóllinn? :)

    • Svart á Hvítu

      27. May 2015

      Ég fékk minn í Epal fyrir nokkrum árum:) Hann er frá Magis.