fbpx

SERÍAN ER KOMIN…

Fyrir heimilið

Ein af mörgum spurningum sem ég fæ reglulega er “hvar fékkstu seríuna þína”, en ég fékk hana fyrir um ári síðan í Bauhaus og lengi vel hefur hún verið ófáanleg og margir fengið svör frá þeim að hún kæmi ekki aftur. Ég þurfti að hringja þangað nýlega og ákvað í bjartsýni að prófa að spurja um seríuna og fékk svar að hún kæmi í 4.vikunni í maí. Jæja biðin er á enda, hún er nefnilega komin!

Innlit í Hafnarfirði

Ég mæli með að kíkja fljótlega á þetta til að missa ekki enn sinu sinni af þessum fínu seríum. Ég var búin að skrifa þetta í dagatalið mitt “kíkja á seríu”, svo ég brunaði uppí sveitina áðan og nældi mér í eina auka sem ég get sett á svalirnar í sumar. Ég á ekki að þurfa að taka það fram, en jú ég borgaði fullt verð fyrir mína seríu sem var 4.990 kr. ef ég man rétt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

MÁLUM!

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Lilja Kristín

    22. May 2015

    Falleg! Má ég spyrja hvernig sófi þetta er sem er á myndinni? :)

    • Svart á Hvítu

      22. May 2015

      Þetta er Karlsstad frá Ikea, með Isunda áklæði og svo keypti ég líka nýja grind undir (kemur með tréfótum).
      -Svana:)

      • Melkorka

        22. May 2015

        Fékkstu lappirnar undan sófanum líka í ikea? Var akkúrat að skoða þennan sofa í dag og þessar lappir Eru æði

      • Anonymous

        23. May 2015

        Takk fyrir svarið, en sniðugt! Er semsagt hægt að fá öðruvísi grindur undir þá? Er að spá svona mikið því ég er einmitt að fara að kaupa mér svona sófa en fíla ekki fæturna ;)

        • Svart á Hvítu

          24. May 2015

          Það er svosem ekkert mikið úrval í ikea, minnir bara þessi grind, en svo er Snúran.is með prettypegs sem eru flottar fætur undir ikea sófa:)

  2. Laufey Óskarsdóttir

    22. May 2015

    Geggjuð sería. ..mætt ég spyrja hvernig þú festir hana efst uppi á vegginn? Maður sér ekki efsta hlutann á myndinni.☺

    • Svart á Hvítu

      22. May 2015

      Það er lítill krókur sem ég skrútaði í vegginn sem serían krækist á:)
      -Svana

  3. Karen Lind

    23. May 2015

    Ég væri sko til í svona seríu. Ætli hún sé ekki þegar uppseld? xx

    • Svart á Hvítu

      24. May 2015

      Líklega ekki mikið eftir, það komu um 40 stk, kíktu bara í dag:)

  4. Soffía

    27. May 2015

    Hæhæ, ég keypti svona seríu en perurnar eru marglitaðar… Hvernig perur er best að hafa 25watta eða? :) eru einhverjar spes perur sem þarf?:)

    • Svart á Hvítu

      27. May 2015

      Ég myndi lesa vel utan á kassann varðandi perur, það ætti að standa hvað hentar ef það á að vera hægt að skipta. Ég þori ekki að fullyrða hvað er best að gera, því ég get ekki einu sinni skrúfað hvítu perurnar af minni seríu.
      Gangi þér vel:)
      -Svana