fbpx

SUNNUDAGSINNLIT: HRÁTT & TÖFFARALEGT

Heimili

Það er eitthvað svo heillandi við þá tilhugsun að geta búið sér til heimili á óvenjulegum stöðum, yfirgefnar verksmiðjubyggingar er eitthvað sem nóg virðist vera af í mörgum borgum Evrópu þó svo það sé ansi sjaldgæft hér. Það virðist nefnilega fylgja þessum gömlu iðnaðarhúsnæðum að það sem eftir kemur verður oftast mjög svalt. Hér er gömul leikfangaverksmiðja í Kaupmannahöfn sem þau Anne Staunsager og Michael Regards hafa breytt í fallegt heimili. Uppáhalds rýmið mitt er án efa eldhúsið með allri sinni lofthæð og óvenjulegri eyju sem gerð er úr gamalli skúffueiningu.
Þetta eldhús er ansi skemmtilegt og margt sem kemur á óvart, lofthæðin, eyjan, ljósakrónan og uppröðun á efri skápunum. Útkoman er þó alveg frábær.

Myndir : Line Klein fyrir Elle

Það getur verið vandasamt að útbúa hlýlegt heimili með svona mikilli lofthæð en hér hefur það tekist ágætlega. Stærðarinnar ljósakrónur, mottur á gólfinu, viðarhúsgögn og vintage hlutir með sál er eitthvað sem hjálpar til. Heimilið er að minnsta kosti ansi töffaralegt…

DÖKKMÁLUÐ BARNAHERBERGI

Skrifa Innlegg