fbpx

SUNNUDAGSHEIMILIÐ: SMART HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Heimili finnska hönnunarbloggarans Sini Liikala er smekklegt eins og þau gerast best. Með vel valda hönnunarmuni sem sýna rjómann af Skandinavískri hönnun og þá sérstaklega gersemar frá finnsku hönnunarmerkjunum Artek og Marimekko og útkoman er óvænt en falleg. Stórir gluggar og mikil lofthæð gera heimilið sérstaklega opið og bjart. Takið eftir hvað marmaraflísarnar á forstofunni koma hrikalega vel út og afmarka eldhúsið frá heildarrýminu. Hér gæti ég búið!

Myndir via My Scandinavian home 

Dásamlega fallegt heimili sem gefur mér góðar hugmyndir fyrir mitt framtíðarheimili. Ég er alltaf dálítið skotin í svart hvítu mynstri og hef lengi haft á óskalistanum sebramynstaða Artek púðann og sömuleiðis er kollurinn mjög smart. Ég gæti reyndar talið upp langan lista af hlutum sem ég sé hér sem eru á mínum óskalista, enda hittir þetta heimili beint í mark hjá mér.

Hvað finnst ykkur?

JÓN JÓNSSON & HAFDÍS SELJA DRAUMAHEIMILIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð