fbpx

SUMARBÚSTAÐURINN!

Fyrir heimiliðPersónulegt

Fyrir stuttu síðan rættist mjög gamall draumur minn þegar fjölskyldan mín eignaðist lítinn og krúttlegann sumarbústað. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þeirri hugmynd að eiga eitthvað athvarf þar sem ég get farið í smá frí út úr bænum með fjölskyldunni minni og haft það notalegt í nokkra daga, mér finnst í rauninni fátt vera jafn kósý. Við Andrés höfum reyndar verið mjög dugleg undanfarin ár að leigja okkur bústaði út og suður um landið og í gegnum hin ýmsu félög og hafa þeir aldeilis verið í misgóðu ástandi og fæstir þeirra hafa verið nálægt því huggulegir. Það hefur því verið mjög góð tilfinning að hugsa til þess að það styttist í að við getum farið í “okkar” bústað og haft það gott hvenær sem okkur hentar. Undanfarnar vikur hafa því farið í allskyns bústaðarpælingar og er þetta eftir að verða mjög skemmtilegt fjölskylduverkefni en þetta er bara mamma, pabbi, systir mín, ég ásamt mökum og börnum og það má alveg viðurkennast að við erum mjög náin fjölskylda. Núna er búið að rífa út parketið, eldhúsinnréttingu og búið að mála allan bústaðinn að innan í einum fallegasta lit sem ég hef séð. Mamma er frekar fyndin týpa þegar kemur að allskyns kaupákvörðunum og hún ákveður aldeilis ekkert í flýti (andstæða við dóttur sína) og vill helst hugsa um öll kaup í nokkra daga. En þegar við fórum í málningarleiðangur í Sérefni að skoða PRUFUR þá fundum við ótrúlega fallegan lit sem heitir Soft Sand og þá var ekki aftur snúið og engin þörf á að prófa hann neitt. Þessi litur skyldi fara á allan bústaðinn og hananú!

Og vá hvað hann kom vel út! Við ætluðum varla að trúa því ♡

17392240_10155897422288332_528364323_n

Ég leyfi einni krúttmynd að fylgja af þessum litla demant okkar, en hér er hann í allri sinni dýrð bara voða kósý eins og margir bústaðir eru og ég hef svosem ekkert út á hann að setja. En að sjálfsögðu er hægt að gera heilmikið og fyrsta skrefið var að mála!

17392080_10155897426073332_1947484196_n

17392121_10155897418408332_266112151_n

Sjáið hvað bústaðurinn gjörbreytist þegar búið er að mála allt ljóst! P.s. hér er ekki búið að klára að mála.

17409989_10155897419588332_362356280_n 17410012_10155897417538332_1880533509_n

Hér er bara búið að grunna

17439478_10155897420433332_1032242325_n

Snillingarnir í Sérefni splæstu síðan svona fínum málningargalla á gamla

17439647_10155897418883332_1077284019_n

Hér sjáið þið litinn ágætlega þó svo að ég eigi eftir að taka mikið betri myndir þegar líður á allt ferlið. Og þarna átti einnig eftir að mála seinni umferðina!

Næsta verkefni er að parketleggja og flísaleggja ásamt því að skipta á út öllum gólflistum og gereftum, meira um það síðar. Ásamt því þá þarf að sjálfsögðu að mubbla upp allan kofann en bústaðir eiga að mínu mati að vera ofur kósý og erum við því eftir að finna til húsgögn og gersemar sem passa þeim stíl. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framkvæmdunum og hef nú þegar sýnt frá tveimur heimsóknum í bústaðinn á Svartahvitu snappinu og kem til með að sýna meira þar þegar á líður. Þegar að helgarnar eru eini tíminn sem gefst í vinnu þá tekur svona verkefni að sjálfsögðu lengri tíma og ég hef varla séð foreldra mína síðan kaupin gengu í gegn haha.

Haldið þið ekki að þetta verði fínt hjá okkur?

svartahvitu-snapp2-1

SKANDINAVÍSKUR DRAUMUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna

    28. March 2017

    Þetta á eftir að vera súperkósí! Ég elska framkvæmdasnappið ?