fbpx

SMEKKLEGT HEIMA HJÁ FRIDU FAHRMAN

Heimili

Frida Fahrman er ein af stórstjörnunum úr sænska bloggheiminum. Ég hef fylgst með henni í yfir áratug – fyrst fyrir einstakan fatasmekk en í dag er hún þekktari sem mömmubloggari og komin með stórt heimili í útjaðri Stokkhólms. Það gladdi mig því að sjá heimili hennar birtast á síðum Elle Decoration á dögunum og auðvitað á Frida min fallegt heimili. Heimilið er skemmtilega skipulagt á nokkrum hæðum, hægt er að lesa viðtalið við Fridu – hér – mæli með google translate.

Kíkjum í heimsókn 

Myndir : Elle Decoration 

Eru fleiri hér sem hafa fylgst með Fridu í svona langan tíma? ♡ Eldhúsið er í uppáhaldi hjá mér, fallegt litaval og sjáið svo hvað setkrókurinn er skemmtilegur þrátt fyrir að vera ekki við borð. Hér er eflaust notalegt að sitja og spjalla yfir eldamennsku eða fletta tímaritum. 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLIN MEÐ HOUSE DOCTOR // 2019

Skrifa Innlegg