Já í dag ætlum við að tala um sápur…
Undanfarið hef ég tekið eftir í vaxandi mæli notkun á sömu sáputegundinni og snyrtivörum þegar kemur að innlitum eða á fasteignamyndum (þessum sænsku), Aesop heitir merkið sem allir nema ég virðast eiga. Ég sem hef hingað til hoppað hæð mína þegar einhver færir mér ódýra sápu frá Bath & Body Works frá Ameríkunni eflaust uppfullar af efnum sem ég kæri mig ekki um að vita. Ég viðurkenni fúslega að ég er algjört fórnarlamb þegar kemur að svona markaðssetningu og núna dauðlangar mig til að prófa þessar vörur, ég hef þó ekki orðið vör við þetta merki hér heima á nokkurn hátt. Umbúðirnar eru það fyrsta sem grípur augað, klassískar og stílhreinar en fyrirtækið var stofnað árið 1987.
Ef einhver ykkar hefur reynslu af þessum vörum má sá hinn sami endilega upplýsa mig:)
Skrifa Innlegg