fbpx

SAFAFASTAN MÍN

Persónulegt

Í dag er komin vika síðan að ég kláraði safaföstuna mína og því tilvalið að tjá sig örlítið um hana. Ég fékk þónokkrar spurningar í gegnum snapchat hvernig mér líkaði og hvernig gekk, en verð að viðurkenna að mér þykir betra að svara öllum í einu í einni færslu í stað þess að svara aftur og aftur sömu spurningum á snapchat (snapchat er frekar skrítinn miðill þegar kemur að samræðum því það eyðist allt út).

Til að byrja með þá fékk ég hugmyndina eftir að ein af bestu vinkonum mínum hafði klárað 5 daga safaföstu frá Gló og var alveg himinlifandi og er búin að halda sér á hollu brautinni síðan (eða hvað Kristbjörg?). Eftir það ákváðu tvær aðrar af mínum bestu að skella sér á sömu safaföstu og þá ákvað ég að skella mér með þeim því ég er ein af þeim að ég þarf smá aðhald eða félagsskap annars held ég mér ekki við efnið (þegar kemur að hollustu). Ég ákvað að setja mig í samband við Gló og óska eftir því að fá að prófa safana og segja frá minni reynslu hér á blogginu ef ég yrði ánægð.

Ég viðurkenni að ég var búin að gera mér vissar væntingar með föstuna en þetta var 100% það sem ég þurfti á að halda til að beina mér aftur yfir á réttu brautina eftir langt tímabil af sukki. Ég var nýlega byrjuð að fá verki í liði, var með óstjórnanlega sykurlöngun og almennt orkulaus sem er eitthvað sem heilbrigður einstaklingur á þrítugsaldri á ekki að þurfa að upplifa. Mér finnst ég þurfa að taka fram að safafasta er að sjálfsögðu engin lausn að mínu mati við líkamlegum kvillum eða aukakílóum en er þó frábært tól til að koma sér yfir á heilbrigðari braut og aðstoða líkamann við að hreinsa sig. Svo þarf að sjálfsögðu að viðhalda árangrinum með heilbrigðari ákvörðunum eftir föstuna, því annars má líklega sleppa þessu.

Ég var óákveðin með hvort ég ætti að taka 3 eða 5 daga og endaði á 3 daga safaföstu einfaldlega því ég treysti mér ekki í meira þegar það kom helgi. Eftir á að hyggja hefði ég viljað taka 5 daga þar sem minn líkami hefði þurfti lengri tíma til að hreinsa kerfið.

Yfir allt þá gekk mér mjög vel og ég svindlaði nánast ekki neitt. Komandi úr mjög sætu matarræði yfir í grænmetissafa er smá sjokk viðurkenni ég, og þurfti ég að pína ofan í mig fyrsta djús dagsins sem var grænn (agúrka, sellerí, engifer og fleira) og með því hollara sem ég hef drukkið yfir ævina haha. Dagur 1 gekk áfallalaus fyrir sig fyrir utan mikið orkuleysi og smá hungur í kringum hádegi en ég var hinsvegar alltaf góð á kvöldin og södd þegar ég fór að sofa, endaði daginn alltaf á bleika booztinu sem var uppáhalds. Strax eftir dag tvö fann ég mun á mér, sykurlöngun var minnkuð talsvert, og ég hafði losnað við mikinn bjúg ásamt því að magaummál minnkaði og húðin leit betur út. Á degi tvö tók ég líka eftir einu merkilegu! Ég vaknaði mjög fersk og reddý í daginn án þess að þurfa neitt til að keyra mig í gang sem hefur ekki gerst í ár og aldir.

Ég geri mér grein fyrir því að aðalvinnan hjá mér er samt eftir en þetta hjálpaði mér af stað í áttina að betri lífstíl. Ég er laus við sykurþörf á kvöldin sem var minn helsti óvinur ásamt þessari endalausu nartþörf og núna er skref númer tvö að koma mér í gang í ræktinni. Ég hef líka ekki fundið fyrir liðverkjum núna í viku en það var helst í höndunum sem ég fann fyrir þeim, ég gerði mér þó vonir um að vöðvabólgan myndi minnka eftir að hafa lesið umsagnir um að slíkt hyrfi, en það gerðist ekki í mínu tilfelli – mögulega því mín vöðvabólga þarf að fara til sjúkraþjálfara hmmm. Í heildina er ég mjög ánægð með þessa ákvörðun og hún gerði mér mjög gott, og ég mun mjög líklega prófa aftur síðar að fara á safaföstu og taka það þá alla leið, 5 daga! Það var líka gott að geta afsykrað sig áður en sykurhúðaðasti mánuður ársins rennur upp og með meiri sjálfstjórn í vasanum:)

15033780_10155412825563332_1551941022_n

x Svana

skrift2

MYNDA & BÓKAVEGGUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    18. November 2016

    Duglega þú! Ég er að taka þig til fyrirmyndar og byrjaði að taka til í mataræðinu í gær og takmarka piparkökuátið sem er því miður strax byrjað hérna hjá mér..

    Áfram Svana!!! og sorrý með nammipokann! haha.. gerist ekki aftur. Ég lofa!