HEIMSÓKN Í GLÓ Í TIVOLI:

LÍFIÐMATUR

Ég & vinkona mín, Ásdís fengum að kíkja í heimsókn í Gló í Tivoli hér í Köben. Gló er ný búin að opna nýjan stað í Tivoli en Gló er einnig staðsett í Magasin. Staðurinn er æðislega flottur, eins & alltaf… Svo er einnig skemmtilegt að staðurinn er partur af fallega Tivoli garðinum (fjallaði um Tivoli hér). Það er mjög gaman að Gló hefur nú opnað í Tivoli þar sem mér persónlega fannst ekki verið mikið úrval af hollustu í Tivoli. Takk fyrir okkur Gló!

English version –
My friend, Ásdís & I went to Gló in Tivoli here in Copenhagen but Gló just recently opened a new location in Tivoli but Gló is also located in Magasin. The place looks really good & it is also really fun that the place is part of the beautiful Tivoli garden (Tivoli blogpost here) & it is nice to finally get to eat something healthy at Tivoli now. Thank you Gló!

x

Detox week – GLO juice pack

FoodWorkout

Last week I started my new health diet to get faster in shape. Our little boys are now six month’s old and we finally have a day routine so now I feel like the time has come for me to start focusing on getting back to my normal shape. At the moment I am 5kg over where I want to be but only 2kg heavier than what I was when I got pregnant.

This week I am testing to only drink cold pressed juices. In co operation with GLO I got to try their Juice packs for one week, starting today. GLOs Juice pack contains six juices, hindberja smoothie, gulrótar safi, grænn safi, rauðrófu safi, grænn smoothie and túrmerik safi.

I have measured myself and I will continue with my normal exercise, that is walking at least 30min a day and running 3 times a week for 25min.

A week from now you will get a new post from me with results ;)

The GLO Dagur juice pack costs 3.990kr and is available to order on GLO.is

Love,

L

You can also follow me in Instagram – @Lahle

PS. If you like my post, please feel free to click on the little heart ;)

LANGAR ÞIG Á DETOX NÁMSKEIÐ?

Á laugardaginn kemur verða Ampersand stöllurnar Eva Dögg og Anna Sóley með DETOX námskeið . Þar munu þær deila sínum bestu Detox momentum og miklum fróðleik um Detox af öllu tagi. Á námskeiðinu verður snert á ýmsum flötum sem snúa að alhliða hreinsunum, allt frá ayurvedískum aðferðum að djúsföstum og ýmsum daglegum mini detoxum fyrir huga, heimili og líkama. Ef þið hafið áhuga á djúsföstum, hreinsandi baðferðum, skápadetoxi eða bara almennri afeitrun á sál og líkama þá er námskeiðið eitthvað fyrir þig.

Námskeiðið þann 11. febrúar stendur frá 11-15 og verður haldið í Gló – Fákafeni. Mig langar í samstarfi við Evu og Önnu að gefa einum heppnum lesanda Detox námskeið!
Til að taka þátt þarf að:

– Deila færslunni á Facebook
&
– Skrifa athugasemd hérna undir með nafni og netfangi

Ég hef svo samband við vinningshafann á morgun, föstudag. Í event-inum hér getið þið svo lesið örlítið meira um það sem farið verður yfir á námskeiðinu!

l4a0507-e1486600816394

Sjá þessi yndi! Mikið vildi ég að ég kæmist – ég hefði svo gott af góðum ráðum um Detox eftir allt flakkið sem ég hef verið á síðustu vikur. En fljótlega ætla ég að gera svolítið skemmtilegt með Ampersand stöllunum og hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með.

xx

Andrea Röfn

SAFAFASTAN MÍN

Persónulegt

Í dag er komin vika síðan að ég kláraði safaföstuna mína og því tilvalið að tjá sig örlítið um hana. Ég fékk þónokkrar spurningar í gegnum snapchat hvernig mér líkaði og hvernig gekk, en verð að viðurkenna að mér þykir betra að svara öllum í einu í einni færslu í stað þess að svara aftur og aftur sömu spurningum á snapchat (snapchat er frekar skrítinn miðill þegar kemur að samræðum því það eyðist allt út).

Til að byrja með þá fékk ég hugmyndina eftir að ein af bestu vinkonum mínum hafði klárað 5 daga safaföstu frá Gló og var alveg himinlifandi og er búin að halda sér á hollu brautinni síðan (eða hvað Kristbjörg?). Eftir það ákváðu tvær aðrar af mínum bestu að skella sér á sömu safaföstu og þá ákvað ég að skella mér með þeim því ég er ein af þeim að ég þarf smá aðhald eða félagsskap annars held ég mér ekki við efnið (þegar kemur að hollustu). Ég ákvað að setja mig í samband við Gló og óska eftir því að fá að prófa safana og segja frá minni reynslu hér á blogginu ef ég yrði ánægð.

Ég viðurkenni að ég var búin að gera mér vissar væntingar með föstuna en þetta var 100% það sem ég þurfti á að halda til að beina mér aftur yfir á réttu brautina eftir langt tímabil af sukki. Ég var nýlega byrjuð að fá verki í liði, var með óstjórnanlega sykurlöngun og almennt orkulaus sem er eitthvað sem heilbrigður einstaklingur á þrítugsaldri á ekki að þurfa að upplifa. Mér finnst ég þurfa að taka fram að safafasta er að sjálfsögðu engin lausn að mínu mati við líkamlegum kvillum eða aukakílóum en er þó frábært tól til að koma sér yfir á heilbrigðari braut og aðstoða líkamann við að hreinsa sig. Svo þarf að sjálfsögðu að viðhalda árangrinum með heilbrigðari ákvörðunum eftir föstuna, því annars má líklega sleppa þessu.

Ég var óákveðin með hvort ég ætti að taka 3 eða 5 daga og endaði á 3 daga safaföstu einfaldlega því ég treysti mér ekki í meira þegar það kom helgi. Eftir á að hyggja hefði ég viljað taka 5 daga þar sem minn líkami hefði þurfti lengri tíma til að hreinsa kerfið.

Yfir allt þá gekk mér mjög vel og ég svindlaði nánast ekki neitt. Komandi úr mjög sætu matarræði yfir í grænmetissafa er smá sjokk viðurkenni ég, og þurfti ég að pína ofan í mig fyrsta djús dagsins sem var grænn (agúrka, sellerí, engifer og fleira) og með því hollara sem ég hef drukkið yfir ævina haha. Dagur 1 gekk áfallalaus fyrir sig fyrir utan mikið orkuleysi og smá hungur í kringum hádegi en ég var hinsvegar alltaf góð á kvöldin og södd þegar ég fór að sofa, endaði daginn alltaf á bleika booztinu sem var uppáhalds. Strax eftir dag tvö fann ég mun á mér, sykurlöngun var minnkuð talsvert, og ég hafði losnað við mikinn bjúg ásamt því að magaummál minnkaði og húðin leit betur út. Á degi tvö tók ég líka eftir einu merkilegu! Ég vaknaði mjög fersk og reddý í daginn án þess að þurfa neitt til að keyra mig í gang sem hefur ekki gerst í ár og aldir.

Ég geri mér grein fyrir því að aðalvinnan hjá mér er samt eftir en þetta hjálpaði mér af stað í áttina að betri lífstíl. Ég er laus við sykurþörf á kvöldin sem var minn helsti óvinur ásamt þessari endalausu nartþörf og núna er skref númer tvö að koma mér í gang í ræktinni. Ég hef líka ekki fundið fyrir liðverkjum núna í viku en það var helst í höndunum sem ég fann fyrir þeim, ég gerði mér þó vonir um að vöðvabólgan myndi minnka eftir að hafa lesið umsagnir um að slíkt hyrfi, en það gerðist ekki í mínu tilfelli – mögulega því mín vöðvabólga þarf að fara til sjúkraþjálfara hmmm. Í heildina er ég mjög ánægð með þessa ákvörðun og hún gerði mér mjög gott, og ég mun mjög líklega prófa aftur síðar að fara á safaföstu og taka það þá alla leið, 5 daga! Það var líka gott að geta afsykrað sig áður en sykurhúðaðasti mánuður ársins rennur upp og með meiri sjálfstjórn í vasanum:)

15033780_10155412825563332_1551941022_n

x Svana

skrift2

SÍÐUSTU DAGAR

ATBURÐIRLJÓSMYNDIR10985245_10153153853366204_6987339014341978875_nMánudagurinn eftir Sónar, mikil þreyta í gangi en mjög ánægð með helgina – takk fyrir mig Sónar!

11008959_10153168207091204_1630078513_n

Jakki: Vintage // Buxur: Topshop Boutique // Skór: Jeffrey Campbell

Hádegismatur á Gló – alltaf gott.

11007480_10153168207086204_941633101_n

Logi og Karin voru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunana í flokkinum nýliðaplata ársins fyrir plötuna N°1. Auðvitað unnu þau! 
11016609_10153168207061204_775781275_n

Irena – Jakki: Episode // Peysa: Peekaboo vintage // Bolur: Brandy Melville // Buxur: Monki // Skór: Vintage

Karin – Jakki: Vintage // Kjóll: Spúútnik // Buxur: Dr. Denim // Skór: Jeffrey Campbell

11022812_10153168207151204_819557132_n

Edamame á Sakebarnum – best í heimi.

Screen Shot 2015-02-22 at 21.27.06Árshátíð vinahópsins var haldin hátíðleg á laugardaginn. Þarna er ég ásamt Ósk, ég er aðeins búin að hella niður á mig!

Samfestingur: Zara // Hálsmen: Keypt í London

//Irena