Það er skemmtileg hefð að gefa sumargjafir á Sumardaginn fyrsta, krakkarnir fá gjarnan ný útileikföng, strigaskó eða sumarföt – en oft gleymum við okkur fullorðna fólkinu. Sumargjafir eru eldgömul hefð sem á sér jafnvel lengri sögu en jólagjafir (sjá hér) og það er fátt skemmtilegra en að byrja sumarið á að gleðja sína nánustu, það getur verið allt frá blómvendi yfir í það sem ykkar konu/manni vantar fyrir sumarið; fatnaður, nýir strigaskór eða sitthvað fallegt fyrir heimilið sem hittir beint í mark. Ég tók saman nokkrar sumarlegar hugmyndir og eins og alltaf þá eru þetta hlutir sem verma minn óskalista og endurspegla minn persónulega smekk.
// 1. AndreA gerir heimsins fallegustu Kimono-a sem hægt er að dressa “upp og niður”, þessi er sumarlegur og sætur, AndreA, Norðurbakka Hfj. // 2. Flóra Íslands er fallegt plakat sem ég gæti hugsað mér í forstofuna, fæst í Safnbúðum Listasafns Reykjavíkur og Haf store. // 3. Værðarvoð fyrir sæt sumarkvöld er möst að eiga, þessi fallega bleika er frá Dimm. // 4. Litur ársins, Sea blue í Aalto vasanum er svo fallegur. Tilvalinn undir sumarblómin. // 5. Hver væri ekki til í þennan sæta blettatígur undir blómvendina? Fæst hjá Purkhús.is. // 6. Uppáhalds skrúbburinn minn sem ég þarf að endurnýja sem fyrst, Angan er íslenskt húðvörumerki sem ég held uppá og hef farið í gegnum ófáa skrúbbana:) Fæst m.a. hjá Haf store, Geysir Heima og Litlu Hönnunarbúðinni Hfj. // 7. Fólk Reykjavík marmara blómavasi / kertastjaki, fæst m.a. hjá Kokku, Epal og Geysir Heima. // 8. Tau servíettur eru ofarlega á mínum lista, þessar eru úr hör og fást í mörgum litum hjá Kokku á Laugavegi. // 9. Hvítir strigaskór fyrir sumarið er ómissandi að mínu mati. // 10. Sumarleg rúmföt, þessi eru sérstaklega falleg frá Södahl, fást m.a. hjá Bast Kringlunni. // 11. Fallegar perluspennur í hárið, fást í AndreA.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg