fbpx

SÆNSKT & FALLEGT

HeimiliStofaSvefnherbergi

Er ekki tilvalið að birta eitt ofurfallegt sænskt heimili eftir nokkra daga sumarleyfi, ég verð nú líka að segja að það hefur verið minna um djúsí innlit að finna í netheimum en venjulega svona yfir hásumarið, en þetta er allt að koma til núna:) Ég er þó orðin gífurlega spennt fyrir haustinu, það er algjörlega minn tími (ásamt vetrinum), búðirnar fyllast af fallegum nýjum vörum og jafnvel tímarit og bloggsíður verða öflugri. Það leggst nefnilega svo margt í dvala í sólinni, það er bara þannig!

sh1

Ég hef verið með augun opin fyrir nýju stofuborði í ágætistíma en án árangurs. Þessi hugmynd kemur þó mjög vel út, að blanda saman þremur minni sófaborðum/hliðarborðum. Þá myndi líklega DLM borðið frá Hay + Tray table verða fyrir valinu ásamt mögulega Around table frá Muuto? SFD2957B673598342CD9D9021CD67260A1C

sh2 sh3 sh4 sh5 sh6SFD32698740B67B4DC48325242197FAEEFE sh7 sh8 sh9SFDCE37B03535804E07B04DAE5ED7666A1CSFDFB81DB13680E4CC7A33005EFF34D5CE4

Ég er 100% sjúk í þessa íbúð sem er til sölu á sænsku fasteignasölunni Stadshem, rósetturnar í loftinu eru dásamlega fallegar sem og vegglistarnir, hvítu húsgögnin og viðargólfið ahhh þvílík fegurð.

 Jæja núna skal ég koma mér aftur í gang eftir sumarlægðina mína, ég kem nefnilega ENGU í verk í sól & hita. Ég hef jafnvel verið að fá spurningar hvort ég sé búin að eiga eftir að ekkert birtist hér inni í nokkra daga haha, það er þó ekki svo gott:) Tvær vikur eftir og eftir að innrétta heilt barnaherbergi. Jú ætli ég óski þessi ekki bara að rigningin mæti aftur á svæðið!

Eigið gott kvöld kæru lesendur.

-Svana

GJAFABRÉF Í LINDEX KIDS HLÝTUR...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1