fbpx

ÓSKALISTINN : VERNER PANTON FUN KLASSÍK

HönnunKlassíkÓskalistinn
Einn af mörgum hlutum sem hefur vermt óskalistann minn í gegnum tíðina er klassískt ljós úr smiðju Verner Panton, hannað árið 1964 og er framleitt af Verpan. Það er dásamlega fallegt skeljaljós úr Fun seríunni sem er eitt af hans helstu verkum að mínu mati. Verner Panton er einn merkasti hönnuður sem uppi hefur verið og eftir hann eru sum þekktustu verk úr hönnunarsögunni, og má þar m.a. nefna Flower Pot ljósin og Panthella sem þið kannist öll líklega við.
Fun línan er sería af ljósum og lömpum sem einkennast af hvítum hangandi skeljum (Mother of Pearl). Peran er svo staðsett í miðjunni og umkringd skeljum og gefur ljósið frá sér hlýja og mjúka birtu. Sum ljósin í Fun línunni eru með álhringi í stað skelja.
Fun ljósin eru fjölmörg og ólík en eiga það þó sameiginlegt að vera öll alveg gullfalleg – ég sé fyrir mér eitt í minni kantinum yfir stofuborðið mitt. Algjör draumur í dós!

Á óskalistanum í fjölmörg ár – það er bara að bíða og sjá hvort og hvenær ég eignast það ♡ Fyrir áhugasama þá er Verpan selt í Epal, en þó er ég nokkuð viss um að Fun ljósin eru flest sérpöntuð.

MEÐ GARDÍNUR Í STAÐ SKÁPAHURÐA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karen

    29. October 2020

    Vá þetta er með því fallegra sem ég hef séð, er einhver búð á íslandi sem selur þessi ljós?

    • Svart á Hvítu

      29. October 2020

      Já Epal er með Verpan umboðið, er þónokkuð viss um að þetta sé þó ekki lager vara, en gæti verið til sýningareintak af einni gerðinni. Svo ótrúlega falleg ljós:)