fbpx

ÓSKALISTINN: ÞÁ ER ÞAÐ SVART

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Ég ákvað að henda saman í einn góðan óskalista fyrir heimilið og áður en ég vissi af hafði ég aðeins valið svarta hluti og meirihluti þeirra eiga heima í eldhúsinu. Fyrst og fremst er það eini hluturinn sem er ekki svartur, en það er þetta ó svo fallega kúaskinn sem ég hef verið að leita mér að í nokkrar vikur núna en án árangurs (hæ allir sem geta gefið mér ábendingar). Það horfir á mig á hverjum degi á desktopinu á tölvunni minni ásamt nokkrum óskahlutum fyrir heimilið – sá listi tæmist að sjálfsögðu aldrei. Skemmtileg tilviljun að ég las yfir nýjustu færsluna hjá Pöttru áður en ég birti þessa og sá þar fína brúna kúaskinnið sem hún fjárfesti nýlega í. Svona skinn eru mjög slitsterk og á að vera auðvelt að hreinsa þau og því henta þau ágætlega undir borðstofuborð eða stofuborð. Ég var jafnvel komin á það að flytja inn eitt skinn frá USA en ákvað að það væri jú töluvert hagkvæmara fyrir að versla slíkt innanlands. Ég skal leyfa ykkur að fylgjast með ef ég finn draumaskinnið…

svart2

 

Þessir svörtu hlutir eiga það sameiginlegt að vera ekki bara fallegir heldur líka töff. Ef þið viljið sjá alsvart eldhús þá mæli ég með því að kíkja á þetta hér fyrir hugmyndir, sumir fara jú alla leið með svarta litinn. Það styttist í að ég byrji að taka saman jólagjafahugmyndir en á þessum lista má að sjálfsögðu finna ýmislegt hentugt í pakkann:) Takið eftir að ég linka yfir í vefverslanir á allar vörurnar í upptalningunni hér að neðan.

// 1. EM 77 Reverse hitakanna frá Stelton, í möttu svörtu ólík hinum hefðbundnu, Kokka.  // 2. Svart marmarahliðarborð frá Zuiver, Línan. // 3. Brass blómapottar frá Hübsch, Línan. // 4. Mjög fallegt og smá dramatískt matarstell frá Mr. Bitz, Snúran. // 5. Teketil fyrir nýju hollu mig frá Stelton, Kokka. // 6. Lítill blómavasi frá Hübsch, Línan. // 7. Stór blómavasi frá Finnsdottir, Snúran. ( Til miðnættis er 20% afsláttur af öllu á Snúran.is í tilefni 11.11) // 8. Lífrænt viskastykki, Kokka. // 9. Vipp ruslatunna, Kokka & Epal. // 10. Pepples frá Normann Copenhagen, væntanlegt í Epal. // 11. Geggjuð tímaritahilla frá Hübsch, Línan. // 

skrift2

FALLEGT HEIMILI STÍLISTA Í GAUTABORG

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Anna

    11. November 2016

    Varðandi kusumottuna, er ekki hægt að kaupa frá sútara hér á landi? :-)

    • Svart á Hvítu

      12. November 2016

      Ég er búin að athuga hjá sútaranum á Sauðárkrók og það er engin svona ljós eins og mig langar mest í… eru fleiri að súta veistu það? Ég athugaði líka hjá Hvítlist og ekkert þar heldur.
      Mbk.Svana:)

      • Erla

        14. November 2016

        er álafoss bara með gærur ?

        • Svart á Hvítu

          14. November 2016

          hélt það… ætli þau séu líka með stór skinn. Tékka á þeim:)

  2. Andrea

    15. November 2016

    Vá – Langar í þetta ALLT <3

  3. Pingback: BITZ – Motivo