fbpx

ÓSKALISTINN // MAÍ

Óskalistinn

Óskalistinn er á sínum stað þó svo það verði erfiðara með hverjum deginum að finna til hluti sem mig langar í fyrir heimilið. Þegar búið er smátt þá er ekkert mjög góð tilhugsun að bæta við sig enn fleiri hlutum þar sem það er einfaldlega ekkert pláss í boði eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir það þá leyfði ég mér að taka smá rúnt í verslanir í gær þar sem undirrituð var orðin óvenjulega ósmart undanfarið sökum mikils sparnaðar og fann sitthvað til að sjæna mig fyrir sumarið *hóst… ef það skyldi mæta. Og smá netrúntur í kvöld kynnti mig svo fyrir tveimur nýjungum sem fengu beint að rata á óskalistann góða en það er nýr bakpoki úr smiðju Marimekko í þessu fallega grafíska mynstri, ásamt fjölnota innkaupapoka – sem var líka til bleikur. Já takk – því ég get ekki sagt að margnota guli og hvíti pokinn minn sé rosa smart…

//1. Blómavasi er mögulega það síðasta sem mig vantar en ég er mjög skotin í þessum Kastehelmi fyrir einfaldleika sinn, varð aftur hugsað til hans á Mæðradaginn þegar ég leitaði af vasa undir stóra vöndinn minn sem ég fékk frá strákunum mínum. //2. Eldrauðir eyrnalokkar sem fylgdu mér heim úr Lindex í gær, ódýrir og sumarlegir. //3. Fjölnota og smart tauinnkaupapoki, líka til bleikur – Fæst í Kokku. //4. Hvítir stigaskór er möst fyrir hvert sumar að mínu mati og endurnýjaði ég mína í dag (önnur týpa þó). //5. Bakpoki frá Marimekko í mynstri sem mér finnst æðislegt – fæst hér. //6. Í litla herberginu okkar sakna ég mest að hafa stóra plöntu í “stofunni” og hugsa í hverri viku um að kaupa mér eina flotta… litlu sætu pottaplönturnar mínar eru bara ekki nóg fyrir mig. //7. Röndóttar og flottar servíettur – Snúran. //8. Georg Jensen klassíska HK karaflan sem er sérstaklega sæt í minnstu útgáfunni – fullkomið hillupunt í eldhúsið – Epal. //9. Bókina hennar Ashley Graham ætla ég næla mér í sem fyrst – sjá hér.

Það eru annars ótrúlega annarsamar vikur framundan hjá mér sem mig hlakkar til að geta sagt ykkur meira frá ♡

GUÐDÓMLEGT SUMARHÚS RUTAR KÁRA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Jóhanna

    17. May 2018

    Marimekko bakpokinn fæst líka í Finnsku búðinni í Kringlunni :)