Ég hef mikinn áhuga á fallegri ljósahönnun og hef í gegnum árin sankað að mér nokkrum gullmolum og er með ennþá lengri lista af ljósum sem hugur minn girnist. Loftljós og lampar spila eitt stærsta hlutverkið í því að skapa notalegt heimili að mínu mati og það má líka vera óhræddur við að gefa lömpum fleiri hlutverk í t.d. eldhúsi og á baðherbergi en ekki eingöngu í stofu og svefnherbergi. Ég hef hingað til mest verið að safna loftljósum og borðlömpum en núna hef ég verið að skoða veggljós og gólflampa til að bæta við safnið. IC ljósið sem Michael Anastassiades hannaði fyrir FLOS er núna efst á mínum óskalista, ljósið er til í fjölmörgum útgáfum en veggljósið er eitthvað sem ég er að íhuga fyrir nýju íbúðina okkar. Gullfalleg og minimalísk hönnun sem passar að mínu mati inná flest heimili.
Myndir via FLOS – fyrir áhugasama þá er Lumex söluaðili FLOS á Íslandi
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg