fbpx

Á ÓSKALISTANUM : STÓR BLÓMAPOTTUR

Fyrir heimiliðGarðurinn

Ég hef verið að leita að stórum blómapotti undanfarið undir stærstu plöntuna mína, Strelitziu þar sem hún þarf á nýjum og stærri potti að halda. En ég hef aldeilis rekið mig á það að úrvalið af mjög stórum blómapottum er afar takmarkað. Eitt vil ég líka benda áhugasömum á – þar sem ég fæ reglulega mjög margar fyrirspurnir um plönturnar mínar að þetta er dýrt hobbý að eiga – ekki aðeins eru plöntur yfir meðalstærð mjög dýrar hérlendis heldur þarf einnig að huga að umpottun og sumar stækka það hratt að það þarf stærri potta á hverju ári sem kosta jafnvel hátt í 20 þúsund krónur stykkið.

En fyrir utan það er auðvitað mjög gefandi að eiga og sinna plöntum og auk þess hvað þetta lífgar heimilið við.

Hér að neðan má sjá einn sem ég hef verið að íhuga, en ég þarf að fá pott sem er ekki minni en 40 cm í þvermál til að hún þrífist sem best. Hourglass frá Ferm Living er frekar flottur að mínu mati en hækkar plöntuna þó um 60-70 cm, sem færi eftir hvort ég tæki miðstærð eða stærsta (40 – 50 cm).

Lúxusvandamál hér á bæ, en þetta er ein uppáhalds plantan mín og ég væri til í að þurfa helst bara að skipta um undipott á næsta ári en geta notað yfirpottinn lengur. Strelitzia er þó hitabeltisplanta og mun aldrei þrífast fullkomnlega vel á íslenskum heimilum ykkur til upplýsinga sem liggið yfir netinu að reyna að komast yfir eina slíka. Ég hef heyrt frá mörgum sem eru að leita að þessum plöntum án árangurs og borga svo háar upphæðir fyrir litlar Strelitziur. Sem betur fer eru til óteljandi minni tegundir sem eru alls ekki síðri og töluvert auðveldari í umhirðu og ódýrari.

Átt þú þér uppáhalds plöntu?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ELDHÚSIÐ MITT // FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Andrea

    27. April 2020

    Ok Va þarf svona
    Hvar fast þeir