fbpx

ÓMÓTSTÆÐILEGT STELL FRÁ BITZ

Fyrir heimiliðUppáhalds

Ég má til með að deila með ykkur nýjum og fallegum myndum frá uppáhalds Bitz þar sem litagleðin ræður ríkjum. Hér hafa nokkur borð verið dekkuð upp hvert með sitt litaþema en mér þykir einnig mjög skemmtilegt að blanda stellinu saman með ólíkum litum. Ég fékk t.d. í afmælisgjöf frá systur minni í sumar stóran grænbláan disk sem er fullkominn undir fallegt salat eða einhvern aðalrétt, svo para ég það saman við svarta stóra matardiska og minni bleika diska undir forrétt (í þau fáu skipti sem ég væri með þriggja rétta mat haha). Útkoman er svo lífleg á litríku stelli og sjáið hvað maturinn verður girnilegur ….

Myndir : Bitz Living 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ANNA KRISTÍN & REYNAR: TAKA HEIMILIÐ Í GEGN FRÁ A-Ö

Skrifa Innlegg