Petra Tungarden er ein smart skvísa sem heldur úti vinsælu sænsku bloggi ásamt því að vinna við fjölmiðla og er heimilið hennar alveg stórkostlega fallegt að mínu mati. Ég hef áður skrifað um heimilið hennar – hér – en það hefur tekið smá breytingum á síðustu nokkrum árum. Litavalið heillar, með bláa veggi við ljóst gólfið og Carrara marmara á eldhúsi og baðherbergi. Skrautloftið er upprunalegt frá byrjun 19. aldar og tekst Petru á snilldarlegan hátt með léttum og nútímalegum stíl sínum að draga það besta fram úr heimilinu og útkoman er æði!
Kíkjum í heimsókn –
Myndir via Eklund Stockholm
Hvernig finnst ykkur? Agalega huggulegt ekki satt!
Skrifa Innlegg