Ég reyni dálítið að hafa síðuna mína þannig uppbyggða að hún er einfaldlega gott mix af því sem mér þykir persónulega vera áhugavert, og eitt af því eru tips um nýjar og fallegar verslanir. Í dag kíkti ég í fyrsta skipti við hjá Rökkurrós en ég hafði fylgst með þeim á netinu í dálítinn tíma en þau opnuðu loksins verslun fyrir rúmlega viku síðan í Grímsbæ þar sem Petit var áður. Ég fór þangað til að sækja Andy Warhol plakat sem ég hafði pantað mér en ég dauðsá alltaf eftir mínu sem ég hafði selt í einhverju flýti í fyrra svo ég var ekki lengi að ákveða að skella mér á annað þegar þau loksins voru byrjuð að fást á Íslandi. Það verður að viðurkennast að eins gaman það er að versla á netinu þá er alltaf allt annað að geta líka snert og skoðað hlutina og séð þá í umhverfi, og nokkrir hlutir þarna komu mér skemmtilega á óvart sem ég hafði áður séð í annaðhvort innlitum eða á vefsíðunni þeirra.
Love Warrior myndirnar heilla mig alveg uppúr skónum.
Það munaði mjög litlu að ég hafi nælt mér í nokkur svona jóla-hreindýraskraut en mundi svo að ég er að spara…
Hversu fínt?
P.s. ég er að undirbúa trylltasta gjafaleik sem hefur komið inn á þetta blogg… ég mæli með að fylgjast vel með:)
Skrifa Innlegg