fbpx

NÝTT NUDE MAGAZINE

HeimiliTímaritUmfjöllun

Á þessum dásemdarföstudegi og aðeins korter í helgarfrí vil ég sýna ykkur nýjasta eintakið af NUDE MAGAZINE sem kom út fyrr í dag. Þarna er að sjálfsögðu að finna allt það nýjasta í tískunni en toppurinn á tilverunni að mínu mati er að sjálfsögðu nýji Lífstílskaflinn sem ég ritstýri en vinn svo með hinni hæfileikaríku Theódoru Mjöll. Við heimsóttum tvær OFUR flottar konur í þetta skiptið og fengum að mynda heimilin þeirra. Það eru þær Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður og eigandi hönnunarverslunarinnar AndreA á Strandgötu og Berglind Óskarsdóttir sem er fatahönnuður frá LHÍ. Andrea frumsýndi einmitt nýja sumarlínu sína í síðustu viku sem hefur varla farið framhjá neinum tískumeðvituðum íslending sem skoðar fjölmiðla og Berglind sýndi einnig nýlega útskriftarlínu sína í Listasafni Reykjavíkur sem stóð algörlega uppúr að okkar mati og er hún eftir að gera góða hluti í framtíðinni.

Andrea og Berglind eiga því margt sameiginlegt svona fyrir utan það að vera í Nude Magazine, og svo eru þær reyndar báðar alveg gordjöss og eiga gullfalleg heimili.

Screen Shot 2014-05-23 at 3.03.44 PM

Þema tískuhlutans er “The model issue”.

Ég hvet ykkur til að kíkja á þetta fallega eintak sem þið finnið hér. Lífstílskaflinn hefst á bls.73.

Screen Shot 2014-05-23 at 12.03.53 AM

Heimili Andreu og Berglindar eru virkilega falleg og þær eru augljóslega miklar smekkdömur.

Screen Shot 2014-05-23 at 12.05.05 AMSvo er einnig að finna í blaðinu viðtal við einn flottasta sænska innanhússstílistann í dag, hana Pellu Hedeby, ásamt heilum helling af fallegum hlutum fyrir heimilið.

Það er besta tilfinning í heimi að vinna við áhugamálið sitt og vinna með fólki sem veit hvað það syngur.

Ég get bara ekki sagt það nógu oft:)

Eigið góða helgi! Og ekki gleyma að kíkja á nýja blaðið sem þið finnið hér.

VINNINGSHAFI Í PRETTYPEGS LEIKNUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Andrea

  23. May 2014

  Æði
  Takk fyrir komuna ;)
  Luv
  A
  Ps ég þarf greinilega að hitta Berglindi :)))

  • Svart á Hvítu

   24. May 2014

   Og TAKK fyrir okkur!!:) Yndislegt að koma í heimsókn til þín og já! -þú og Berglind eigið sko heilan helling sameiginlegt!! :)
   -Svana