NÝTT Í SVEFNHERBERGIÐ: MARMARI

Fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég fékk nýlega senda skemmtilega gjöf frá vefverslun sem opnar innan skamms Twins.is en í pakkanum var “marmara” bakki og kertastjaki. Ég er mjög hrifin af allskyns bökkum og finnst gott að geta flakkað með þá á milli herbergja fyrir ólíka notkun og ákvað að stilla nýja bakkanum upp í svefnherberginu undir skart og nokkrar snyrtivörur.

IMG_1500

IMG_1501

Á myndinni má einnig sjá fallega lampann minn sem amma gaf mér í 25 ára afmælisgjöf (og ég held að hafi aldrei sést áður á blogginu) ásamt Muuto Dots hönkum, Kate Moss plakatið ásamt allskyns öðru punti, meðal annars Chanel bréfpoka sem hún Erna Hrund bjútíséní gaf mér eitt sinn í gríni og hefur fengið það hlutverk að geyma skart. Það vantar ekki smápuntið á þessu heimili:)

IMG_1502

Bakkinn er úr akríl en með marmaraáferð, það er helst að það sjáist á samskeytunum að ekki er um ekta marmara að ræða.

IMG_1505

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

EM DRAUMURINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Hrund

    30. June 2016

    Þú ert svo mikið uppáhalds mín kæra***