fbpx

NÝTT FRÁ IITTALA // 2018

HönnuniittalaUmfjöllun

Ef það er einhver staður í heiminum þar sem ég væri til í að vera akkúrat núna þá er það í Mílanó, en þar stendur yfir dagana 17. – 22. apríl ein stærsta og flottasta hönnunarsýning í heiminum. Ég fylgist þó vel með mörgum framleiðendum, hönnuðum og erlendum tímaritum í gegnum instagram og sé þar brot af fréttunum og nýjungum sem væntanlegar eru. Salone del Mobile í Mílanó er einn mikilvægasti viðburður ársins í hönnunarheiminum og það er þvílíkt ævintýri að vera í borginni þessa viku – ég mæli svo sannarlega með því að fara að minnsta kosti einu sinni á sýninguna fyrir áhugasama um hönnun.

Ég rakst á fallegar myndir frá iittala, nokkrar fallegar nýjungar væntanlegar frá þeim og nýir litir og eru þessar myndir alls ekki tæmandi listi. Eingöngu fallegar myndir sem ég vildi deila með ykkur. Það vakti athygli mína að iittala kynnti í samstarfi við ítalska framleiðandann Magis nokkra Toikka fugla í lampaútgáfu! – Sjá neðstu myndina.

Toikka fuglarnir eru alltaf jafn glæsilegir og heitir þessi King Vulture / Gammur sem bætist við safnið. Fallegur og tignarlegur í þessari útgáfu Toikka glerlistamannsins fræga en Gammur er jú þónokkuð ógnvekjandi fugl …

Myndir : iittala

Ég hef aldrei haldið mikið upp á Magis hinsvegar og varð mjög skeptísk þegar ég heyrði af þessu samstarfi, en verð að segja að uglurnar eru þónokkuð sætar sem lampar. Ég væri helst til í að sjá þær í persónu til að geta alveg sagt um hvort þær eigi roð í glerfuglana sem ég er alltaf svo hrifin af.

Hvernig væri nú einfaldlega að hoppa með næstu vél til Mílanó – hver er til!

GÆÐASTUNDIR UTANDYRA Í FALLEGU UMHVERFI

Skrifa Innlegg