fbpx

NÝR HEIMILISMEÐLIMUR

HönnunPersónulegtStofa

Mögulega smá óhefðbundin “kaup dagsins” en það mætti segja að einn draumur hafi ræst í dag þegar að þessir komu með mér heim. Húsgagnasmiðurinn minn er alsæll með kaupin mín, ég bjóst ekkert endilega við þreföldu húrra en þessir stólar eru svo mikil listasmíði að það er ekki annað en hægt en að elska þá:)

Eitt þekktasta húsgagn hannað af Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er á sérstöku tilboðsverði í tilefni 100 ára afmælis Hans J. Wegner. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Son og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.” -tekið af Epal blogginu.

Screen Shot 2014-06-26 at 6.01.32 PM

Þarf bara að finna út hvar ég ætla að hafa þá, það eru reyndar svo margir hlutir hér heima ekki komnir með sinn stað svo ég er ekkert að stressa mig:) Þetta kemur allt með  tímanum.

-Svana

FLOTTUR SCREENSAVER FYRIR MAC

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Ástríður Þórey

    26. June 2014

    Geggjaðir! Til hamingju með kaupin, þessir eru hátt skrifaðir á óskalistanum mínum!

    B.kv.
    Ástríður

  2. Fríða Guðný Birgisdóttir

    26. June 2014

    Er svo heilluð af myndinni þarna í bakgrunninum? Hvar fékkstu þessa?

  3. Anonymous

    26. June 2014

    Hcað kosta þeir? Svo fínir <3

    • Svart á Hvítu

      26. June 2014

      Mjög dýrir… kosta 119 á tilboði núna í stað 150…
      En þetta er gripur sem þú átt alltaf og fellur aldrei í verði, ég kýs að líta á þetta sem fjárfestingu:)