fbpx

NÝMÁLAÐ & ÉG ELSKA ÞENNAN LIT

HeimiliPersónulegt

Síðan við fluttum inn í lok síðasta árs hef ég verið að leita að réttu lausninni fyrir vegg sem tekur á móti okkur þegar gengið er inn á heimilið. Ég vissi að ég vildi eitthvað öðruvísi, hvort það sem það yrði veggfóður eða fallegur litur en þar sem veggurinn er stakur á milli eldhúss og stofu þá þolir hann smá stemmingu ? Ég fékk prufu af fallegum ljós fjólubláum lit, meira út í lavender snemma árs og var fljót að setja hann á vegginn sem prufu… en ég frestaði því alltaf að mála vegginn (sem var í brúngráum lit) því flestir sem sáu prufuna á veggnum hristu hausinn yfir þessari vitleysu minni að mála fjólublátt “greyið Andrés” og allt það – hann sem samþykkti bleikt eldhús (!) En orðin þrjátíu og eitthvað ára gömul þarf ég ennþá að minna mig á að það skiptir engu máli hvað öðrum finnst. Mér finnst þessi litur vera algjört æði og klæðir heimilið okkar svo ótrúlega vel. Svo lofa ég ykkur að maðurinn minn deilir sama smekk og ég – ótrúlegt en satt.

Liturinn heitir Bright le mans og er frá Nordsjö úr Sérefni.

Sjáið hvað hann er sumarlegur og sætur!

Svo nokkrar myndir af instagram síðunni minni : Lúpínur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og loksins eru þær byrjaðar að blómstra, ég var ekki lengi að finna mér fullvaxnar lúpínur til að taka með heim í vasa. Arfi vilja sumir meina – en svona fegurð er erfitt að standast á mínum bæ.

Það þarf að minna sig reglulega á að hlusta á eigin sannfæringu þegar kemur að heimilinu og það að ég elski liti á mínu heimili þá sjáið þið glöggt hér á blogginu að svokölluð ‘monochrome’ eða einlit heimili fá mig aldeilis til að kikna í hnjánum og eru eitt mitt helsta umfjöllunarefni. Gerðu bara það sem þér þykir flott fyrir heimilið – það skiptir mestu máli og mun færa þér mestu gleðina!

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SVONA ER UPPSKRIFTIN AF STÍLHREINU HEIMILI Í SKANDINAVÍSKA STÍLNUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðrún

    28. May 2019

    Hæ Svana,
    Æðislegur litur hjá þér. Mig langar að fá ráð hjá þér, við keyptum okkur íbúð með ógeðslega ljótu gráu parketi. Veggirnir eru líka gráir og ég er alveg týnd hvernig ég á að mála (verð að losna við þennan ógeðslega gráa lit). Finnst ekkert passa við parketið. Getum því miður ekki skipt út parketinu í bili. Hvaða litir gætu farið vel með?