fbpx

NÝ VIKA & NÝ HÖNNUN

HönnunPersónulegt

Þá er ný vinnuvika hafin og nóg af verkefnum framundan, ég er að minnsta kosti óvenju orkurík á þessum fína mánudegi. Ég er að reyna að innleiða nokkrar hollar venjur í mitt líf eftir mjög langt frí (lesist: allt fæðingarorlofið), ég þarf aldeilis á að halda smá sparki í rassinn til að rífa mig í gang. Ég veit ekki með ykkur, en það að eiga ný æfingarföt getur t.d. verið mjög hvetjandi að hreyfa sig, en að eiga líka fallega hönnun undir hollustuna getur líka virkað hvetjandi, ég er að segja ykkur satt! Ég var búin að bíða lengi eftir að Kastehelmi krúsirnar frá Iittala kæmu í verslanir en það var í sumar sem ég féll alveg kylliflöt fyrir þeim. Núna hafa þær loksins eignast sinn stað í eldhúsinu og geyma allt það sem ég þarf í hafragrautinn á morgnana og mamma mía hvað þær eru fínar.

IMG_0491

Hafrar-Chia-Möndlur-Kókos-Saltflögur.

IMG_0483

Kastehelmi er mín uppáhaldslína frá Iittala og á fyrir nokkra hluti og þeim mun líklega fara fjölgandi með árunum, en línan er hönnuð af einum merkilegasta hönnuði Finnlands sem ég held einnig mikið uppá, Oiva Toikka. Glerfuglarnir hans eru efni í sérfærslu, en slíkan eignast ég þó varla fyrr en ég gifti mig:)

tumblr_ncnz6cPG8F1seuqnoo1_1280

Eigið góðan dag og enn betri viku framundan!

Ég var einnig að draga út úr gjafaleiknum sem var í samstarfi við snyrtistofuna Bonitu & hárgreiðslustofuna Yellow sem frábæru vinkonur mínar opnuðu í sumar í Hlíðarsmára 4, sjá betur -hér. Það var hún Matthildur Víðisdóttir sem var sú heppna og á hún því inni dásamlegt dekur hjá stelpunum. Til hamingju Matthildur, sendu mér endilega skilaboð eða tölvupóst.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

COS X HAY

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. Ella

    7. September 2015

    Fegurð :) má ég spyrja, hvaðan er marmaraplattinn á borðinu? virkilega smart

  2. Guðbjörg

    7. September 2015

    En blómapottarnir? :)

  3. Rebekka

    7. September 2015

    Geggjaðar krúsir!
    Hvar fást þær á íslandi ?

    • Svart á Hvítu

      7. September 2015

      T.d. í Epal, Módern og Iittala búðinni í Kringlunni:)

  4. Halla

    10. September 2015

    Krukkurnar eru svo fallegar.